Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 15:05 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. Að óbreyttu leggja félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg niður störf í hádeginu á morgun og verða í verkfalli fram til miðnættis á fimmtudaginn kemur. Ríkissáttasemjari frestaði með skömmum fyrirvara samningafundi sem átti að fara fram klukkan tvö og boðaði ekki nýjan. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hefðu þurft að undirbúa sig betur fyrir frekari viðræður. Sjá nánar: Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Viðar tekur mið af orðum sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lét falla í Silfrinu þegar hann gagnrýndi ákveðið „forystuleysi“ í tengslum við Lífskjarasamningana sem voru undirritaðir í vor. „Það sem hefur breyst á þessum tíma er að hluti vandans er ákveðið forystuleysi. Það er einhvern veginn enginn að útskýra hvað verkalýðshreyfingin, vinnuveitendur og ríkisstjórnin var að gera síðastliðið vor; hvað það felur í sér, hver hugsunin með því er þannig að þó að lífskjarasamningarnir séu mikið nefndir þá eru almennt fáir sem tala fyrir þeim og útskýra hvað í þeim fólst,“ sagði Dagur. Viðari fannst ummælin skjóta skökku við í ljósi þeirrar stöðu sem Dagur gegnir. „Mér finnst það kannski skjóta pínulítið skökku við að borgarstjóri sé að gagnrýna aðra aðila fyrir það sem hann kallar forystuleysi en er síðan á sama tíma sjálfur að smíða hina og þessa ómöguleika í kringum það að koma til móts við kröfur Eflingarfólks, sem eru þó, eins og við höfum sýnt fram á að eru að okkar mati fullkomlega raunhæfar og gerlegar lausnir.“ Borgarstjóri sagði í Silfrinu í gær að hluti af vandanum væri fólginn í ákveðnu forystuleysi. Útskýra hefði þurft betur hvað í Lífskjarasamningnum fólst að mati hans.Vísir/vilhelm Viðar segir að afstaða borgarinnar sé með öllu óskiljanleg. Krafa Eflingar sé eðlileg aðlögun á hugmyndafræði Lífskjarasamningsins með tilliti til sérstakrar stöðu láglaunahópsins sem um ræðir. „Við bendum á að nú þegar hafa verið gerðir kjarasamningar - við vísum auðvitað til samningana sem BHM gerði við fjármálaráðuneytið nú fyrir jól - þar sem var sýndur mikill sveigjanleiki af hálfu ríkisins í því að mæta ákveðinni túlkun þess hóps á Lífskjarasamningnum og okkur finnst það vera ansi napurlegt ef það er svo ekki hægt fyrir þann hóp sem ég held að engum dyljist og allir eru sammála um að eru í þeirri stöðu að geta hreinlega ekki lifað af laununum sínum þrátt fyrir að vera í fullri vinnu.“ Viðar segir að mikill baráttuandi sé í félagsmönnum og að þeir finni fyrir miklum og sterkum hljómgrunni alls staðar í samfélaginu. „Mér er til efs að á síðustu áratugum hafi stigið fram hópur með annan eins einbeittan baráttuvilja og baráttuþrek eins og félagsmenn okkar hjá borginni og ég held það skýrist því miður af þeim óboðlegu aðstæðum og launum sem þessi hópur hefur verið látinn búa við en um leið held ég að megi sækja innblástur í það að sjá þennan hóp sem lætur það ekki berja sig niður heldur þvert á móti.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. Að óbreyttu leggja félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg niður störf í hádeginu á morgun og verða í verkfalli fram til miðnættis á fimmtudaginn kemur. Ríkissáttasemjari frestaði með skömmum fyrirvara samningafundi sem átti að fara fram klukkan tvö og boðaði ekki nýjan. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hefðu þurft að undirbúa sig betur fyrir frekari viðræður. Sjá nánar: Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Viðar tekur mið af orðum sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lét falla í Silfrinu þegar hann gagnrýndi ákveðið „forystuleysi“ í tengslum við Lífskjarasamningana sem voru undirritaðir í vor. „Það sem hefur breyst á þessum tíma er að hluti vandans er ákveðið forystuleysi. Það er einhvern veginn enginn að útskýra hvað verkalýðshreyfingin, vinnuveitendur og ríkisstjórnin var að gera síðastliðið vor; hvað það felur í sér, hver hugsunin með því er þannig að þó að lífskjarasamningarnir séu mikið nefndir þá eru almennt fáir sem tala fyrir þeim og útskýra hvað í þeim fólst,“ sagði Dagur. Viðari fannst ummælin skjóta skökku við í ljósi þeirrar stöðu sem Dagur gegnir. „Mér finnst það kannski skjóta pínulítið skökku við að borgarstjóri sé að gagnrýna aðra aðila fyrir það sem hann kallar forystuleysi en er síðan á sama tíma sjálfur að smíða hina og þessa ómöguleika í kringum það að koma til móts við kröfur Eflingarfólks, sem eru þó, eins og við höfum sýnt fram á að eru að okkar mati fullkomlega raunhæfar og gerlegar lausnir.“ Borgarstjóri sagði í Silfrinu í gær að hluti af vandanum væri fólginn í ákveðnu forystuleysi. Útskýra hefði þurft betur hvað í Lífskjarasamningnum fólst að mati hans.Vísir/vilhelm Viðar segir að afstaða borgarinnar sé með öllu óskiljanleg. Krafa Eflingar sé eðlileg aðlögun á hugmyndafræði Lífskjarasamningsins með tilliti til sérstakrar stöðu láglaunahópsins sem um ræðir. „Við bendum á að nú þegar hafa verið gerðir kjarasamningar - við vísum auðvitað til samningana sem BHM gerði við fjármálaráðuneytið nú fyrir jól - þar sem var sýndur mikill sveigjanleiki af hálfu ríkisins í því að mæta ákveðinni túlkun þess hóps á Lífskjarasamningnum og okkur finnst það vera ansi napurlegt ef það er svo ekki hægt fyrir þann hóp sem ég held að engum dyljist og allir eru sammála um að eru í þeirri stöðu að geta hreinlega ekki lifað af laununum sínum þrátt fyrir að vera í fullri vinnu.“ Viðar segir að mikill baráttuandi sé í félagsmönnum og að þeir finni fyrir miklum og sterkum hljómgrunni alls staðar í samfélaginu. „Mér er til efs að á síðustu áratugum hafi stigið fram hópur með annan eins einbeittan baráttuvilja og baráttuþrek eins og félagsmenn okkar hjá borginni og ég held það skýrist því miður af þeim óboðlegu aðstæðum og launum sem þessi hópur hefur verið látinn búa við en um leið held ég að megi sækja innblástur í það að sjá þennan hóp sem lætur það ekki berja sig niður heldur þvert á móti.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22
3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00
Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26