Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26