Bæði Buttigieg og Sanders fara fram á að farið verði yfir niðurstöður í Iowa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 23:30 Þessir þrír herramenn hafa verið að mælast með mest fylgi undanfarna daga. Biden, Bernie og Buttigieg. Vísir/AP Pete Buttigieg og Bernie Sanders, forsetaframbjóðendur demókrata og þeir frambjóðendur sem taldir hafa verið efstir í fyrstu forkosningum demókrata í Iowa-ríki hafa báðir farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöður forkosninganna í hluta ríkisins. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí.Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmissem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu ogstaðfesta úrslit.Framboð Buttigieg hefur farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöðurnar í 66 kjördæmum í ríkinu en framboð Sanders í 28 kjördæmum, að því erReuters greinir frá og hefur eftir tilkynningu frá Demókrataflokknum. Alls verða úrslit skoðuð nánar í 143 kjördæmum.Sú skoðun sem nú fer fram er þó ekki endurtalning á atkvæðum heldur einungis formleg yfirferð yfir gögn og útreikninga kjörnefnda í kjördæmunum.Til þess að hægt sé að fara fram á formlega endurtalningu þarf fyrst að fara yfir niðurstöðurnar líkt og framboð Sanders og Buttigieg hafa nú farið fram á að verði gert.Samkvæmt uppfærði talningu frá því gær hlaut Buttigieg 14 kjörmenn, Sanders 12, Elizabeth Warren átta, Joe Biden sex og Amy Klobuchar einn.Formaður Demókrataflokksins í Iowa segir að ekki liggi fyrir hvað langan tíma taki að fara aftur yfir niðurstöðurnar en framundan er forval demókrata í New Hampshire. Skoðanakannanir benda til þess að þeir Sanders og Buttigieg muni býtast um sigurinn þar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Formaður landsnefndar Demókrata kallar eftir endurskoðun niðurstaðna í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvalsins í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. 6. febrúar 2020 18:30 Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45 Sanders og Buttigieg taldir líklegastir til afreka í New Hampshire Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar heldur áfram í New Hampshire á morgun. Horfur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, eru ekki góðar þar. 10. febrúar 2020 12:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Pete Buttigieg og Bernie Sanders, forsetaframbjóðendur demókrata og þeir frambjóðendur sem taldir hafa verið efstir í fyrstu forkosningum demókrata í Iowa-ríki hafa báðir farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöður forkosninganna í hluta ríkisins. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí.Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmissem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu ogstaðfesta úrslit.Framboð Buttigieg hefur farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöðurnar í 66 kjördæmum í ríkinu en framboð Sanders í 28 kjördæmum, að því erReuters greinir frá og hefur eftir tilkynningu frá Demókrataflokknum. Alls verða úrslit skoðuð nánar í 143 kjördæmum.Sú skoðun sem nú fer fram er þó ekki endurtalning á atkvæðum heldur einungis formleg yfirferð yfir gögn og útreikninga kjörnefnda í kjördæmunum.Til þess að hægt sé að fara fram á formlega endurtalningu þarf fyrst að fara yfir niðurstöðurnar líkt og framboð Sanders og Buttigieg hafa nú farið fram á að verði gert.Samkvæmt uppfærði talningu frá því gær hlaut Buttigieg 14 kjörmenn, Sanders 12, Elizabeth Warren átta, Joe Biden sex og Amy Klobuchar einn.Formaður Demókrataflokksins í Iowa segir að ekki liggi fyrir hvað langan tíma taki að fara aftur yfir niðurstöðurnar en framundan er forval demókrata í New Hampshire. Skoðanakannanir benda til þess að þeir Sanders og Buttigieg muni býtast um sigurinn þar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Formaður landsnefndar Demókrata kallar eftir endurskoðun niðurstaðna í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvalsins í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. 6. febrúar 2020 18:30 Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45 Sanders og Buttigieg taldir líklegastir til afreka í New Hampshire Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar heldur áfram í New Hampshire á morgun. Horfur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, eru ekki góðar þar. 10. febrúar 2020 12:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Formaður landsnefndar Demókrata kallar eftir endurskoðun niðurstaðna í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvalsins í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. 6. febrúar 2020 18:30
Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31
Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46
Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00
Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45
Sanders og Buttigieg taldir líklegastir til afreka í New Hampshire Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar heldur áfram í New Hampshire á morgun. Horfur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, eru ekki góðar þar. 10. febrúar 2020 12:36