Barcelona losaði sig við Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 17:30 Ronaldo stóð sig frábærlega með Barcelona en var seldur eftir aðeins eitt tímabil þegar hann var ekki orðinn 21 árs gamall. Getty/Christian Liewig Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo er að margra mati einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sögunnar og fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem sá besti í heimi. Það vita færri kannski af því að Barcelona losaði sig við hann þegar hann var á leiðinni að fá Gullboltann í fyrsta sinn og hafði skömmu áður verið kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA aðeins tvítugur. Ronaldo kom til Barcelona frá PSV Eindhoven fyrir 1996-97 tímabilið og skoraði 47 mörk í 49 leikjum á sínu fyrsta tímabili. Þrátt fyrir þessa mögnuðu frammistöðu í búningi Barca leyfði félagið honum að fara. Ronaldo var þarna orðinn sá besti í heimi og var ekki orðinn 21 árs gamall. Nú hefur Ronaldo sagt frá því að hann vildi spila áfram með Barcelona þegar hann var seldur til Ítalíu vegna þess að spænska félagið náði ekki að ganga frá nýjum samningi við hann. Barca let Ronaldo go pic.twitter.com/qjpzrEhxMC— B/R Football (@brfootball) February 12, 2020 „Ég var búin að skrifa undir nýjan samning við Barcelona í lok tímabilsins og svo fór ég í verkefni með brasilíska landsliðinu. Fimm dögum síðar þá hringdu þeir í mig og sögðu að þeir gætu ekki skrifað undir þennan samning. Þetta var því aldrei í mínum höndum því ég vildi vera áfram hjá Barcelona,“ sagði Ronaldo í nýju viðtali um félagsskiptin frá Barcelona til Internazionale. Internazionale keypti hann á 27 milljónir punda og gerði hann að dýrasta leikmanni heims. Ronaldo var hjá Inter til 2002 þegar hann fór til Real Madrid. Ronaldo byrjaði mjög vel hjá ítalska félaginu og skoraði 34 mörk í 47 leikjum á fyrsta tímabilinu en restina af tíma sínum þar var hann mjög óheppinn með meiðsli. Ronaldo var hins vegar öflugur hjá Real Marid og skoraði 104 mörk í 177 leikjum á fimm tímabilum sínum með liðinu. Hann spilaði síðan fyrir A.C. Milan og brasilíska félagið Corinthians áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2011. Fótbolti Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo er að margra mati einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sögunnar og fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem sá besti í heimi. Það vita færri kannski af því að Barcelona losaði sig við hann þegar hann var á leiðinni að fá Gullboltann í fyrsta sinn og hafði skömmu áður verið kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA aðeins tvítugur. Ronaldo kom til Barcelona frá PSV Eindhoven fyrir 1996-97 tímabilið og skoraði 47 mörk í 49 leikjum á sínu fyrsta tímabili. Þrátt fyrir þessa mögnuðu frammistöðu í búningi Barca leyfði félagið honum að fara. Ronaldo var þarna orðinn sá besti í heimi og var ekki orðinn 21 árs gamall. Nú hefur Ronaldo sagt frá því að hann vildi spila áfram með Barcelona þegar hann var seldur til Ítalíu vegna þess að spænska félagið náði ekki að ganga frá nýjum samningi við hann. Barca let Ronaldo go pic.twitter.com/qjpzrEhxMC— B/R Football (@brfootball) February 12, 2020 „Ég var búin að skrifa undir nýjan samning við Barcelona í lok tímabilsins og svo fór ég í verkefni með brasilíska landsliðinu. Fimm dögum síðar þá hringdu þeir í mig og sögðu að þeir gætu ekki skrifað undir þennan samning. Þetta var því aldrei í mínum höndum því ég vildi vera áfram hjá Barcelona,“ sagði Ronaldo í nýju viðtali um félagsskiptin frá Barcelona til Internazionale. Internazionale keypti hann á 27 milljónir punda og gerði hann að dýrasta leikmanni heims. Ronaldo var hjá Inter til 2002 þegar hann fór til Real Madrid. Ronaldo byrjaði mjög vel hjá ítalska félaginu og skoraði 34 mörk í 47 leikjum á fyrsta tímabilinu en restina af tíma sínum þar var hann mjög óheppinn með meiðsli. Ronaldo var hins vegar öflugur hjá Real Marid og skoraði 104 mörk í 177 leikjum á fimm tímabilum sínum með liðinu. Hann spilaði síðan fyrir A.C. Milan og brasilíska félagið Corinthians áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2011.
Fótbolti Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira