Barcelona losaði sig við Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 17:30 Ronaldo stóð sig frábærlega með Barcelona en var seldur eftir aðeins eitt tímabil þegar hann var ekki orðinn 21 árs gamall. Getty/Christian Liewig Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo er að margra mati einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sögunnar og fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem sá besti í heimi. Það vita færri kannski af því að Barcelona losaði sig við hann þegar hann var á leiðinni að fá Gullboltann í fyrsta sinn og hafði skömmu áður verið kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA aðeins tvítugur. Ronaldo kom til Barcelona frá PSV Eindhoven fyrir 1996-97 tímabilið og skoraði 47 mörk í 49 leikjum á sínu fyrsta tímabili. Þrátt fyrir þessa mögnuðu frammistöðu í búningi Barca leyfði félagið honum að fara. Ronaldo var þarna orðinn sá besti í heimi og var ekki orðinn 21 árs gamall. Nú hefur Ronaldo sagt frá því að hann vildi spila áfram með Barcelona þegar hann var seldur til Ítalíu vegna þess að spænska félagið náði ekki að ganga frá nýjum samningi við hann. Barca let Ronaldo go pic.twitter.com/qjpzrEhxMC— B/R Football (@brfootball) February 12, 2020 „Ég var búin að skrifa undir nýjan samning við Barcelona í lok tímabilsins og svo fór ég í verkefni með brasilíska landsliðinu. Fimm dögum síðar þá hringdu þeir í mig og sögðu að þeir gætu ekki skrifað undir þennan samning. Þetta var því aldrei í mínum höndum því ég vildi vera áfram hjá Barcelona,“ sagði Ronaldo í nýju viðtali um félagsskiptin frá Barcelona til Internazionale. Internazionale keypti hann á 27 milljónir punda og gerði hann að dýrasta leikmanni heims. Ronaldo var hjá Inter til 2002 þegar hann fór til Real Madrid. Ronaldo byrjaði mjög vel hjá ítalska félaginu og skoraði 34 mörk í 47 leikjum á fyrsta tímabilinu en restina af tíma sínum þar var hann mjög óheppinn með meiðsli. Ronaldo var hins vegar öflugur hjá Real Marid og skoraði 104 mörk í 177 leikjum á fimm tímabilum sínum með liðinu. Hann spilaði síðan fyrir A.C. Milan og brasilíska félagið Corinthians áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2011. Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo er að margra mati einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sögunnar og fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem sá besti í heimi. Það vita færri kannski af því að Barcelona losaði sig við hann þegar hann var á leiðinni að fá Gullboltann í fyrsta sinn og hafði skömmu áður verið kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA aðeins tvítugur. Ronaldo kom til Barcelona frá PSV Eindhoven fyrir 1996-97 tímabilið og skoraði 47 mörk í 49 leikjum á sínu fyrsta tímabili. Þrátt fyrir þessa mögnuðu frammistöðu í búningi Barca leyfði félagið honum að fara. Ronaldo var þarna orðinn sá besti í heimi og var ekki orðinn 21 árs gamall. Nú hefur Ronaldo sagt frá því að hann vildi spila áfram með Barcelona þegar hann var seldur til Ítalíu vegna þess að spænska félagið náði ekki að ganga frá nýjum samningi við hann. Barca let Ronaldo go pic.twitter.com/qjpzrEhxMC— B/R Football (@brfootball) February 12, 2020 „Ég var búin að skrifa undir nýjan samning við Barcelona í lok tímabilsins og svo fór ég í verkefni með brasilíska landsliðinu. Fimm dögum síðar þá hringdu þeir í mig og sögðu að þeir gætu ekki skrifað undir þennan samning. Þetta var því aldrei í mínum höndum því ég vildi vera áfram hjá Barcelona,“ sagði Ronaldo í nýju viðtali um félagsskiptin frá Barcelona til Internazionale. Internazionale keypti hann á 27 milljónir punda og gerði hann að dýrasta leikmanni heims. Ronaldo var hjá Inter til 2002 þegar hann fór til Real Madrid. Ronaldo byrjaði mjög vel hjá ítalska félaginu og skoraði 34 mörk í 47 leikjum á fyrsta tímabilinu en restina af tíma sínum þar var hann mjög óheppinn með meiðsli. Ronaldo var hins vegar öflugur hjá Real Marid og skoraði 104 mörk í 177 leikjum á fimm tímabilum sínum með liðinu. Hann spilaði síðan fyrir A.C. Milan og brasilíska félagið Corinthians áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2011.
Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira