Barcelona losaði sig við Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 17:30 Ronaldo stóð sig frábærlega með Barcelona en var seldur eftir aðeins eitt tímabil þegar hann var ekki orðinn 21 árs gamall. Getty/Christian Liewig Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo er að margra mati einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sögunnar og fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem sá besti í heimi. Það vita færri kannski af því að Barcelona losaði sig við hann þegar hann var á leiðinni að fá Gullboltann í fyrsta sinn og hafði skömmu áður verið kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA aðeins tvítugur. Ronaldo kom til Barcelona frá PSV Eindhoven fyrir 1996-97 tímabilið og skoraði 47 mörk í 49 leikjum á sínu fyrsta tímabili. Þrátt fyrir þessa mögnuðu frammistöðu í búningi Barca leyfði félagið honum að fara. Ronaldo var þarna orðinn sá besti í heimi og var ekki orðinn 21 árs gamall. Nú hefur Ronaldo sagt frá því að hann vildi spila áfram með Barcelona þegar hann var seldur til Ítalíu vegna þess að spænska félagið náði ekki að ganga frá nýjum samningi við hann. Barca let Ronaldo go pic.twitter.com/qjpzrEhxMC— B/R Football (@brfootball) February 12, 2020 „Ég var búin að skrifa undir nýjan samning við Barcelona í lok tímabilsins og svo fór ég í verkefni með brasilíska landsliðinu. Fimm dögum síðar þá hringdu þeir í mig og sögðu að þeir gætu ekki skrifað undir þennan samning. Þetta var því aldrei í mínum höndum því ég vildi vera áfram hjá Barcelona,“ sagði Ronaldo í nýju viðtali um félagsskiptin frá Barcelona til Internazionale. Internazionale keypti hann á 27 milljónir punda og gerði hann að dýrasta leikmanni heims. Ronaldo var hjá Inter til 2002 þegar hann fór til Real Madrid. Ronaldo byrjaði mjög vel hjá ítalska félaginu og skoraði 34 mörk í 47 leikjum á fyrsta tímabilinu en restina af tíma sínum þar var hann mjög óheppinn með meiðsli. Ronaldo var hins vegar öflugur hjá Real Marid og skoraði 104 mörk í 177 leikjum á fimm tímabilum sínum með liðinu. Hann spilaði síðan fyrir A.C. Milan og brasilíska félagið Corinthians áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2011. Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo er að margra mati einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sögunnar og fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem sá besti í heimi. Það vita færri kannski af því að Barcelona losaði sig við hann þegar hann var á leiðinni að fá Gullboltann í fyrsta sinn og hafði skömmu áður verið kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA aðeins tvítugur. Ronaldo kom til Barcelona frá PSV Eindhoven fyrir 1996-97 tímabilið og skoraði 47 mörk í 49 leikjum á sínu fyrsta tímabili. Þrátt fyrir þessa mögnuðu frammistöðu í búningi Barca leyfði félagið honum að fara. Ronaldo var þarna orðinn sá besti í heimi og var ekki orðinn 21 árs gamall. Nú hefur Ronaldo sagt frá því að hann vildi spila áfram með Barcelona þegar hann var seldur til Ítalíu vegna þess að spænska félagið náði ekki að ganga frá nýjum samningi við hann. Barca let Ronaldo go pic.twitter.com/qjpzrEhxMC— B/R Football (@brfootball) February 12, 2020 „Ég var búin að skrifa undir nýjan samning við Barcelona í lok tímabilsins og svo fór ég í verkefni með brasilíska landsliðinu. Fimm dögum síðar þá hringdu þeir í mig og sögðu að þeir gætu ekki skrifað undir þennan samning. Þetta var því aldrei í mínum höndum því ég vildi vera áfram hjá Barcelona,“ sagði Ronaldo í nýju viðtali um félagsskiptin frá Barcelona til Internazionale. Internazionale keypti hann á 27 milljónir punda og gerði hann að dýrasta leikmanni heims. Ronaldo var hjá Inter til 2002 þegar hann fór til Real Madrid. Ronaldo byrjaði mjög vel hjá ítalska félaginu og skoraði 34 mörk í 47 leikjum á fyrsta tímabilinu en restina af tíma sínum þar var hann mjög óheppinn með meiðsli. Ronaldo var hins vegar öflugur hjá Real Marid og skoraði 104 mörk í 177 leikjum á fimm tímabilum sínum með liðinu. Hann spilaði síðan fyrir A.C. Milan og brasilíska félagið Corinthians áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2011.
Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira