Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:21 Sætir og brúnir Íslendingar á Spáni. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36