Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2020 15:36 Frá stofnfundi Íslendingafélagsins í byrjun janúar. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum. Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum.
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira