Verður Cloé Lacasse í íslenska landsliðshópnum í fyrsta sinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 11:15 Cloé Lacasse hefur verið á skotskónum í Portúgal. Mynd/Instagram/cloe_lacasse Búist er við því að markadrottningin Cloé Lacasse verði í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag landsliðshóp sinn fyrir Pinatar bikarinn sem er æfingamót sem íslensku stelpurnar keppa á í mars. Íslensku stelpurnar komust ekki inn á Algarve-bikarinn eins og síðustu þrettán ár en spilar aftur á móti á fjögurra þjóða æfingamóti með Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Leikirnir fara fram frá 4. til 10. mars. Knattspyrnukonan Cloé Lacasse, sem kemur upphaflega frá Kanada, fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári en var ekki komin með tilskilin leyfi þegar íslenska kvennalandsliðið kom síðast saman. Nú ætti Knattspyrnusamband Íslands að vera búið að koma öllum hennar málum á hreint hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu og það er því búist við því að Cloé Lacasse verði í hópnum hjá Jóni Þór að þessu sinni. View this post on Instagram B E N F I C A . . . #benfica #carregabenfica #epluribusunum #football #slbenfica #slbenficafeminino #inspiradoras #fotbolti #letsgo #sports #cheesin #estadiodaluz A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Oct 31, 2019 at 9:00am PDT Cloé Lacasse hefur farið hreinlega á kostum með Benfica liðinu í portúgölsku deildinni á þessu tímabili og er þegar komin með 20 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. Benfica liðið er á toppi portúgölsku deildarinnar með þriggja stiga forskot og markatöluna 99-1. Cloé Lacasse er markahæsti leikmaðurinn og hefur þriggja marka forskot á liðsfélaga sinn Darlene. Cloé Lacasse spilaði með ÍBV frá 2015 til 2019 og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í Pepsi Max deildinni þar af 11 mörk í 12 leikjum síðasta sumar. Cloé Lacasse er fædd árið 1993 og heldur upp á 27 ára afmælið sitt í sumar. Hún kom til ÍBV eftir að hafa spilað með University of Iowa í bandaríska háskólafótboltanum þar sem hún var markahæsti leikmaður liðsins á öllum tímabilum sínum með Iowa skólaliðinu. EM 2021 í Englandi Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Búist er við því að markadrottningin Cloé Lacasse verði í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag landsliðshóp sinn fyrir Pinatar bikarinn sem er æfingamót sem íslensku stelpurnar keppa á í mars. Íslensku stelpurnar komust ekki inn á Algarve-bikarinn eins og síðustu þrettán ár en spilar aftur á móti á fjögurra þjóða æfingamóti með Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Leikirnir fara fram frá 4. til 10. mars. Knattspyrnukonan Cloé Lacasse, sem kemur upphaflega frá Kanada, fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári en var ekki komin með tilskilin leyfi þegar íslenska kvennalandsliðið kom síðast saman. Nú ætti Knattspyrnusamband Íslands að vera búið að koma öllum hennar málum á hreint hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu og það er því búist við því að Cloé Lacasse verði í hópnum hjá Jóni Þór að þessu sinni. View this post on Instagram B E N F I C A . . . #benfica #carregabenfica #epluribusunum #football #slbenfica #slbenficafeminino #inspiradoras #fotbolti #letsgo #sports #cheesin #estadiodaluz A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Oct 31, 2019 at 9:00am PDT Cloé Lacasse hefur farið hreinlega á kostum með Benfica liðinu í portúgölsku deildinni á þessu tímabili og er þegar komin með 20 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. Benfica liðið er á toppi portúgölsku deildarinnar með þriggja stiga forskot og markatöluna 99-1. Cloé Lacasse er markahæsti leikmaðurinn og hefur þriggja marka forskot á liðsfélaga sinn Darlene. Cloé Lacasse spilaði með ÍBV frá 2015 til 2019 og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í Pepsi Max deildinni þar af 11 mörk í 12 leikjum síðasta sumar. Cloé Lacasse er fædd árið 1993 og heldur upp á 27 ára afmælið sitt í sumar. Hún kom til ÍBV eftir að hafa spilað með University of Iowa í bandaríska háskólafótboltanum þar sem hún var markahæsti leikmaður liðsins á öllum tímabilum sínum með Iowa skólaliðinu.
EM 2021 í Englandi Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira