Salvini ósáttur en býst ekki við sakfellingu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2020 19:00 Salvini boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem hann tjáði sig um málið. Vísir/AP Matteo Salvini, leiðtogi ítalska öfgaþjóðernis-hyggjuflokksins Bandalagsins, sagðist í dag alsaklaus af ásökunum um að hann hefði brotið lög með því að meina flóttamönnum að yfirgefa björgunarskip í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið sviptur þinghelgi. Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær að svipta Salvini þinghelgi. Með því lagði þingið í raun blessun sína yfir að réttað verði yfir þessum fyrrverandi innanríkisráðherra. Hið meinta brot átti sér stað þegar Salvini var innanríkisráðherra í stjórn Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem sprakk í byrjun septembermánaðar. Salvini rak afar harða stefnu í innflytjendamálum og vildi meina öllum skipum sem höfðu bjargað flóttamönnum af Miðjarðarhafi að koma til Ítalíu. Hann tók skref í þá átt í júlí 2019 þegar hann skipaði 131 flóttamanni að halda kyrru fyrir um borð í skipi utan af Sikiley þar til annað ríki en Ítalía samþykkti að taka á móti þeim. Nú stendur til að rétta yfir honum á þeim grundvelli að þetta hafi jafngilt mannráni. Ítalinn var ósáttur á blaðamannafundi í dag. „Ég minni sjálfan mig nú á 52. grein ítölsku stjórnarskrárinnar, sem ég sór embættiseið, og snýst um að Ítölum, sérstaklega ráðherrum, sé skylda að huga að vörnum þjóðarinnar. Ég trúi því að ég hafi unnið eftir þessari grein þegar ég stóð vörð um öryggi, landamæri og virðingu landsins. Ég tel því að þetta muni ekki leiða til sakfellingar.“ Flóttamenn Ítalía Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Sjá meira
Matteo Salvini, leiðtogi ítalska öfgaþjóðernis-hyggjuflokksins Bandalagsins, sagðist í dag alsaklaus af ásökunum um að hann hefði brotið lög með því að meina flóttamönnum að yfirgefa björgunarskip í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið sviptur þinghelgi. Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær að svipta Salvini þinghelgi. Með því lagði þingið í raun blessun sína yfir að réttað verði yfir þessum fyrrverandi innanríkisráðherra. Hið meinta brot átti sér stað þegar Salvini var innanríkisráðherra í stjórn Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem sprakk í byrjun septembermánaðar. Salvini rak afar harða stefnu í innflytjendamálum og vildi meina öllum skipum sem höfðu bjargað flóttamönnum af Miðjarðarhafi að koma til Ítalíu. Hann tók skref í þá átt í júlí 2019 þegar hann skipaði 131 flóttamanni að halda kyrru fyrir um borð í skipi utan af Sikiley þar til annað ríki en Ítalía samþykkti að taka á móti þeim. Nú stendur til að rétta yfir honum á þeim grundvelli að þetta hafi jafngilt mannráni. Ítalinn var ósáttur á blaðamannafundi í dag. „Ég minni sjálfan mig nú á 52. grein ítölsku stjórnarskrárinnar, sem ég sór embættiseið, og snýst um að Ítölum, sérstaklega ráðherrum, sé skylda að huga að vörnum þjóðarinnar. Ég trúi því að ég hafi unnið eftir þessari grein þegar ég stóð vörð um öryggi, landamæri og virðingu landsins. Ég tel því að þetta muni ekki leiða til sakfellingar.“
Flóttamenn Ítalía Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Sjá meira