Innlent

Fýkur ofan af sýslumanni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarsveitarfólk reyndi að koma böndum á þak sýslumannsins.
Björgunarsveitarfólk reyndi að koma böndum á þak sýslumannsins. Vísir/jkj

Björgunarsveitarfólk berst nú við fjúkandi þakplötur í Hlíðarsmára í Kópavogi, þar sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er til húsa. Fréttamaður okkar var þar rétt fyrir klukkan átta og fylgdist með því þegar reynt var að ná tökum á hluta þakklæðningarinnar sem hafði losnað í mesta hvassviðrinu.

Fleiri þakklæðingar hafa fokið á höfuðborgarsvæðinu; til að mynda á Barónsstíg í miðborginni, á Kjalarnesi og jafnframt hefur þurft að bregðast við fjúkandi þakplötum af Urriðaholtsskóla í Garðabæ. Engar upplýsingar hafa borist um slys á fólki.

Bálhvasst er í efri byggðum og rétt að taka viðvaranir alvarlega. Gert er ráð fyrir að mesta óveðrið muni ganga niður á höfuðborgarsvæðinu um hádegi. Áfram verða þó appelsínugular viðvaranir í gildi á öllu landinu.

Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni.

Björgunarsveitarfólk setur sig í stellingar á bílastæðinu. Vísir/jkj
Lagt af stað. vísir/jkj
Komnir inn og byrjaðir að græja öryggisbúnaðinn. Vísir/vilhelm

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.