Innlent

Vindmælar gefast upp í óveðrinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn mælir mældi 60 m/s hviður þegar hann gafst upp.
Einn mælir mældi 60 m/s hviður þegar hann gafst upp.

Minnst þrír vindmælar hafa hætt að senda gögn í óveðrinu í morgun. Einn í Hvalfirði, einn á Kjalarnesi og einn undir Eyjafjöllum. Þessi undir Eyjafjöllum er í eigu vegagerðarinnar hætti að senda frá sér gögn þegar hann mældi um 30 m/s á sekúndu meðalvind og allt að 60 m/s í hviðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mögulegt að fleiri mælar hafi einnig gefið upp öndina en það á eftir að koma í ljós. Vindmælar á Íslandi eru í eigu margra aðila, eins og Veðurstofunnar, Vegagerðarinnar og orkufyrirtækja.

Mjög hvasst hefur verið á sunnanverðu landinu í morgun og til marks um það hafa orðið miklar skemmdir á rafmagnsmannvirkjum í kringum Vík í Mýrdal. Sömuleiðis hafa fregnir borist af foktjóni víða um svæðið þar sem þakplötur hafa fokið af húsum.

Fylgjast má með nýjustu vendingum á Vaktinni á Vísi.

 


Tengdar fréttir

Fýkur ofan af sýslumanni

Björgunarsveitarfólk berst nú við fjúkandi þakplötur í Hlíðarsmára í Kópavogi, þar sem sýslumannsembættið er til húsa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.