Innlent

Vindmælar gefast upp í óveðrinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn mælir mældi 60 m/s hviður þegar hann gafst upp.
Einn mælir mældi 60 m/s hviður þegar hann gafst upp.

Minnst þrír vindmælar hafa hætt að senda gögn í óveðrinu í morgun. Einn í Hvalfirði, einn á Kjalarnesi og einn undir Eyjafjöllum. Þessi undir Eyjafjöllum er í eigu vegagerðarinnar hætti að senda frá sér gögn þegar hann mældi um 30 m/s á sekúndu meðalvind og allt að 60 m/s í hviðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mögulegt að fleiri mælar hafi einnig gefið upp öndina en það á eftir að koma í ljós. Vindmælar á Íslandi eru í eigu margra aðila, eins og Veðurstofunnar, Vegagerðarinnar og orkufyrirtækja.

Mjög hvasst hefur verið á sunnanverðu landinu í morgun og til marks um það hafa orðið miklar skemmdir á rafmagnsmannvirkjum í kringum Vík í Mýrdal. Sömuleiðis hafa fregnir borist af foktjóni víða um svæðið þar sem þakplötur hafa fokið af húsum.

Fylgjast má með nýjustu vendingum á Vaktinni á Vísi.

 


Tengdar fréttir

Fýkur ofan af sýslumanni

Björgunarsveitarfólk berst nú við fjúkandi þakplötur í Hlíðarsmára í Kópavogi, þar sem sýslumannsembættið er til húsa.

Stefnir í eldingar á Suðausturlandi og aðra lægð á morgun

Fjöldi eldinga hafa mæst handan veðurskilanna suður af landinu og eru líkur á að þeirra verði vart á Suðausturlandi þegar skilin ganga þar yfir. Víða er nú rok eða "ofsaveður og fárviðri“ á nokkrum stöðum.

Þakplata fauk á mann í Hvalfirði

Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×