Innlent

800 björgunar­sveitar­menn sinntu rúm­lega 700 verk­efnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn að störfum í morgun.
Björgunarsveitarmenn að störfum í morgun. Vísir/vilhelm

Um 800 björgunarsveitarmenn komu að rúmlega 700 verkefnum tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í dag. Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna vegna óveðursins.

Þá þurfti björgunarsveitarfólk að manna lokunarpósta á sautján stöðum í samráði við Vegagerðina. Tilkynnt var um eitt slys tengt veðrinu, þar sem karlmaður slasaðist illa þegar þakplata fauk á hann í Hvalfirði. Björgunarsveitarfólk sótti manninn og ók með hann til móts við sjúkrabíl, sem flutti hann á Landspítala.

Helstu verkefni næturinnar voru í Vestmannaeyjum, þar sem var bálhvasst, en björgunarsveitarfólk á syðri hluta landsins hefur nú lokið störfum. Enn eru þó að bera tilkynningar um verkefni á Norðurlandi og Vestfjörðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.