Fótbolti

Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Braut Haaland klappar til áhorfenda á Westfalenstadion í kvöld.
Erling Braut Haaland klappar til áhorfenda á Westfalenstadion í kvöld. vísir/epa

Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld.

Haaland, sem valinn var leikmaður janúarmánaðar í Þýskalandi, er kominn með 8 mörk í þeim 5 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Dortmund síðan hann kom frá Salzburg í Austurríki í síðasta mánuði. Hann skoraði þriðja mark Dortmund í kvöld en þeir Lukasz Piszczek, Jadon Sancho og Raphaël Guerreiro skoruðu einnig.

Dortmund er nú stigi á eftir toppliði Bayern München sem sækir Köln heim á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.