Slettu blóðrauðri málningu á forsetahöllina til að mótmæla hrottalegu morði Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 08:01 Kona mótmælir kyndbundnu ofbeldi á Valentíunsardaginn í Mexíkóborg. Vísir/EPA Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar. Mexíkó Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar.
Mexíkó Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira