Innlent

Boðað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar hefst á miðnætti annað kvöld

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Samninganefnd Eflingar fundar nú um næstu skref í kjaradeilunni við Reykjavíkurborg. Sólveig Anna Jónsdóttir
Samninganefnd Eflingar fundar nú um næstu skref í kjaradeilunni við Reykjavíkurborg. Sólveig Anna Jónsdóttir Vísir/Vilhelm

Samninganefnd Eflingar hittist í morgun til að fara yfir næstu skref í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg. Önnur nefnd Eflingar á fund með Samtökum sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Efling hefur boðað til allsherjarverkfalls sem hefst á miðnætti annað kvöld.

Ekkert hefur miðað í samningaviðræðum milli Eflingar og Reykjavíkurborgar í vikunni. Stéttafélagið hefur boðað til ótímabundinna verkfallsaðgerða frá miðnætti annað kvöld en um 1850 manns starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni og 1650 notendur velferðaþjónustu borgarinnar.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd Eflingar ætlaði að hittast klukkan ellefu og ræða um kjaradeiluna við Reykjavíkurborg. Hún bjóst við að fundurinn stæði fram eftir degi. Þá á Sólveig Anna fund með undanþágunefnd fyrir aðgerðirnar næstu viku en velferðasvið borgarinna hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni sem snýr að umönnum fatlað fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Þrif og aðstoð við böðun á heimilum fatlaðs og eldri borgara í heimahúsum falla niður.

Á meðan verkfallið stendur yfir mun ýmis konar þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt.

Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga á fund hjá Ríkissáttasemjar með sambandi sveitarfélaga á mánudaginn. Sólveig Anna sagði það fyrsta fund með sambandinu í langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×