Fótbolti

Öllum leikjum dagsins lauk með fimm marka sigrum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Felix Örn skoraði tvívegis fyrir ÍBV í dag.
Felix Örn skoraði tvívegis fyrir ÍBV í dag. Vísir/Bára

Þrír leikir fóru fram í Lenbjubikar karla í dag, lauk þeim öllum með 5-0 sigrum.

Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag þá unnu Valsmenn öruggan 5-0 sigur á Vestra. Víkingur Reykjavík og ÍBV gerðu svo slíkt hið sama.

Magni og Víkingur mættust í Boganum á Akureyri í riðli 2 A-deildar Lengjubikarsins. Lærisveinar Arnar Gunnlaugssonar unnu þar öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Síðustu tvö mörk leiksins komu á síðustu tíu mínútunum. Markaskorara vantar því miður.

Víkingar tylla sér þar með á topp riðilsins sem inniheldur einnig Fram, KA, Fylki og Keflavík. Magni sitja svo á botninum eftir útreið dagsins.

Víkingar leika í Pepsi Max deildinni á komandi leiktíð á meðan Magni leikur í næst efstu deild.

Á Eimskipsvellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar, mættust ÍBV og Víkingur Ólafsvík en þau leika bæði í næst efstu deild næsta sumar.

Fór það svo að ÍBV vann öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Víðir Þorvaðarson skoraði á 18. mínútu leiksins og áður en flautað hafði verið til hálfleiks höfðu þeir Eyþór Orri Ómarsson og Felix Örn Friðriksson bætt við mörkum fyrir þá hvítklæddu.

Í síðari hálfleik bætti Felix Örn við öðru marki sínu og fjórða marki ÍBV áður en Róbert Aron Eysteinsson gulltryggði sigurinn.

ÍBV og Valur deila toppsætinu í riðli 4 A-deildar á meðan Víkingur Ó. er á botninum ásamt Vestra en Stjarnan og Fjölnir eru einnig í riðlinum.


Tengdar fréttir

Valsmenn völtuðu yfir Vestra

Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag.

Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK

Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.