Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2020 19:45 Elín Metta skoraði fyrir Val í dag. Vísir/Daníel Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. Þór/KA og Valur mættust í Boganum á Akureyri en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna á komandi leiktíð. Íslandsmeistarar Vals unnu einkar öruggan 4-0 sigur. Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen skoruðu með þriggja mínútna millibili í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik bætti Ásdís Karen Halldórsdóttir við þriðja marki Vals og á 83. mínútu skoraði hin unga Diljá Ýr Zomers fjórða mark gestanna. Reyndist það síðasta mark leiksins og lokatölur því 4-0 gestunum í vil. Var þetta fyrsti leikur liðanna í A-deild Lengjubikarsins. Valur er eftir leikinn í 2. sæti en Breiðablik vann Selfoss 8-1 fyrr í dag. Þór/KA er hins vegar í 5. og næst neðsta sæti. Pepsi Max deildarlið KA og Fylkir mættust karlamegin í Lengjubikarnum í dag, lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Hallgrímur Jónasson klúðraði víti á 8. mínútu leiksins, átta mínútum síðar sem Ólafur Ingi Skúlason kom Fylki yfir en Almarr Ormarsson jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Nóg um að vera á fyrstu 20 mínútum leiksins. Eftir það lauk skemmtuninni og fleiri urðu mörkin ekki. Honum lauk þar af leiðandi með 1-1 jafntefli. Fram og Keflavík mættust svo í síðasta leik dagsins en bæði lið leika í næst efstu deild. Adam Ægir Pálsson kom Keflvíkingum yfir strax á 6. mínútu leiksins og var það eina mark leiksins þangað til Þórir Guðjónsson jafnaði metin fyrir Fram á 64. mínútu. Magnús Þórir Magnússon tryggði Keflavík hins vegar stigin þrjú með marki á 76. mínútu. Staðan orðin 2-1 og þar við sat. Keflavík þar af leiðandi á toppi riðilsins, þar á eftir koma KA og Fylkir. Fram rekur svo lestina. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Sjá meira
Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. Þór/KA og Valur mættust í Boganum á Akureyri en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna á komandi leiktíð. Íslandsmeistarar Vals unnu einkar öruggan 4-0 sigur. Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen skoruðu með þriggja mínútna millibili í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik bætti Ásdís Karen Halldórsdóttir við þriðja marki Vals og á 83. mínútu skoraði hin unga Diljá Ýr Zomers fjórða mark gestanna. Reyndist það síðasta mark leiksins og lokatölur því 4-0 gestunum í vil. Var þetta fyrsti leikur liðanna í A-deild Lengjubikarsins. Valur er eftir leikinn í 2. sæti en Breiðablik vann Selfoss 8-1 fyrr í dag. Þór/KA er hins vegar í 5. og næst neðsta sæti. Pepsi Max deildarlið KA og Fylkir mættust karlamegin í Lengjubikarnum í dag, lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Hallgrímur Jónasson klúðraði víti á 8. mínútu leiksins, átta mínútum síðar sem Ólafur Ingi Skúlason kom Fylki yfir en Almarr Ormarsson jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Nóg um að vera á fyrstu 20 mínútum leiksins. Eftir það lauk skemmtuninni og fleiri urðu mörkin ekki. Honum lauk þar af leiðandi með 1-1 jafntefli. Fram og Keflavík mættust svo í síðasta leik dagsins en bæði lið leika í næst efstu deild. Adam Ægir Pálsson kom Keflvíkingum yfir strax á 6. mínútu leiksins og var það eina mark leiksins þangað til Þórir Guðjónsson jafnaði metin fyrir Fram á 64. mínútu. Magnús Þórir Magnússon tryggði Keflavík hins vegar stigin þrjú með marki á 76. mínútu. Staðan orðin 2-1 og þar við sat. Keflavík þar af leiðandi á toppi riðilsins, þar á eftir koma KA og Fylkir. Fram rekur svo lestina.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Sjá meira
Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48