Fótbolti

Valsmenn völtuðu yfir Vestra

Sindri Sverrisson skrifar
Valsmenn fögnuðu fimm mörkum í dag.
Valsmenn fögnuðu fimm mörkum í dag. vísir/bára

Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag.

Kristinn Freyr skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í fyrri hálfleik og Sigurður Egill Lárusson jók muninn úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Pedersen skoraði svo sín mörk á síðustu tíu mínútunum.

Liðin leika í 4. riðli A-deildar en þar er einum öðrum leik lokið. Stjarnan vann Fjölni 2-0 á föstudaginn. ÍBV og Víkingur Ó. mætast síðar í dag í sama riðli á Eimskipsvellinum í Laugardal.

Valsmenn mæta næst Fjölni á laugardag en Vestri mætir Víkingi Ó. á Akranesi næsta sunnudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.