Fótbolti

Valsmenn völtuðu yfir Vestra

Sindri Sverrisson skrifar
Valsmenn fögnuðu fimm mörkum í dag.
Valsmenn fögnuðu fimm mörkum í dag. vísir/bára

Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag.Kristinn Freyr skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í fyrri hálfleik og Sigurður Egill Lárusson jók muninn úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Pedersen skoraði svo sín mörk á síðustu tíu mínútunum.Liðin leika í 4. riðli A-deildar en þar er einum öðrum leik lokið. Stjarnan vann Fjölni 2-0 á föstudaginn. ÍBV og Víkingur Ó. mætast síðar í dag í sama riðli á Eimskipsvellinum í Laugardal.Valsmenn mæta næst Fjölni á laugardag en Vestri mætir Víkingi Ó. á Akranesi næsta sunnudag.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.