Fótbolti

Dúkurinn mun væntan­lega vera á vellinum á leik­degi

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/skjáskot

Hitadúkurinn sem verður settur á Laugardalsvöll fyrir umspilsleikina gegn Rúmeníu mun væntanlega vera á vellinum á leikdag þann 26. mars. Þetta segir Kristinn V. Jóhanness, vallarstjóri Laugardalsvallar.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Þar var fjallað um undirbúning leiksins við Rúmeníu sem hefur verið langur og strangur.

„Ég tel að allar líkur á að dúkurinn verði hérna á leikdegi og daginn fyrir leik,“ sagði Kristinn í samtali við Svövu Kristínu. Hann og Bjarni Hannesson, sem situr í mannverkjanefnd KSÍ, höfðu þá lokið máli sínu með blaðamönnum þar sem þeir kynntu verkefnið.







„Það væri óskandi ef það væri hægt að taka hann af degi eða tveimur fyrir leik og liðin gætu æft hérna við góðar aðstæður. Við göngum út frá því að þau gera það. Ef annað kemur í ljós þá munum við ræða við liðin og komast hjá því að þeir munu æfa og þá verður dúkurinn upp.“

Kristinn segir að nú þurfi að taka til hendinni og leggja völl sem er upphitaður.

„Það er skylda okkar að vera með upphitaðan þjóðarleikvang. Kostnaðurinn við það þarf ekki að vera mikill. Það er mikið inngrip og það þarf að rífa allt upp og leggja nýjan völl en það finnst mér hlutur sem á að vera þarna. Vellir eiga að hafa þetta í dag.“

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×