Innlent

Ferðamaðurinn á Sólheimasandi fundinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekkert hafði heyrst frá manninum síðan um fimmleytið.
Ekkert hafði heyrst frá manninum síðan um fimmleytið. Vísir/Landmælingar

Ferðamaðurinn sem leitað var að á Sólheimasandi í kvöld er fundinn heill á húfi. Lögreglan á Suðurlandi óskaði í kvöld eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við leit á manninum sem hafði verið með hópi ferðamanna en ekki skilað sér til baka.

Maðurinn var aldrei í neinni hættu að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Hann komst í leitirnar um klukkan níu í kvöld en ekki hafði náðst í hann frá því um fimmleytið.

Málið er talið byggja á misskilningi en ferðamaðurinn taldi sig hafi gleymst þegar hann fann ekki hóp sinn. Þá yfirgaf maðurinn svæðið og húkkaði sér far á gististað. Í kjölfarið hafi verið kallað eftir aðstoð þegar maðurinn skilaði sér ekki í rútu hópsins. Ekki er vitað að svo stöddu hvers vegna ekki náðist í manninn.

112 björgunarsveitarmenn af Suðurlandi og úr Árnessýslu tóku þátt í leitinni af honum í kvöld, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Þá voru björgunarsveitarmenn og leitarhundar komnir um borð í þyrlu í Reykjavík þegar tilkynning barst um það að maðurinn væri fundinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.