Innlent

Leita að ferðamanni á Sólheimasandi

Sylvía Hall skrifar
Ekkert hefur heyrst frá manninum síðan um fimmleytið.
Ekkert hefur heyrst frá manninum síðan um fimmleytið. Vísir/Landmælingar

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við að leita að ferðamanni á Sólheimasandi. Maðurinn hafði verið með hópi ferðamanna en skilaði sér ekki til baka.

Þetta staðfesta þeir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg og Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

„Hann var að ferðast þarna með hóp og það hefur ekkert heyrt frá honum síðan um fimmleytið,“ segir Sveinn Kristján en fyrstu björgunarsveitar menn voru að mæta á svæðið.

Leit hófst nú fyrir skömmu en ágætis veður er á svæðinu og skilyrði til leitar því þokkaleg miðað við síðustu daga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.