Innlent

Sígarettum stolið úr verslun í Vesturbænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í verslun Vesturbænum.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í verslun Vesturbænum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í verslun Vesturbænum. Þar hafði sígarettum verið stolið samkvæmt dagbók lögreglunnar. Annars virðist sem að gærkvöldið og nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni.

Ökumaður bíls sem stöðvaður var í Hafnarfirði er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og um að keyra ítrekað án réttinda. Sömu sögu er að segja af öðrum ökumanni sem stöðvaður var í Árbæ skömmu eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Þar að auki var annar ökumaður stöðvaður á Vesturlandsvegi sem var ekki með réttindi.

Þá var lögreglan með eftirlit með umferð um Gullinbrú um tíma í gærkvöldi. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir að nota farsíma í akstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×