Innlent

Sígarettum stolið úr verslun í Vesturbænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í verslun Vesturbænum.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í verslun Vesturbænum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í verslun Vesturbænum. Þar hafði sígarettum verið stolið samkvæmt dagbók lögreglunnar. Annars virðist sem að gærkvöldið og nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni.

Ökumaður bíls sem stöðvaður var í Hafnarfirði er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og um að keyra ítrekað án réttinda. Sömu sögu er að segja af öðrum ökumanni sem stöðvaður var í Árbæ skömmu eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Þar að auki var annar ökumaður stöðvaður á Vesturlandsvegi sem var ekki með réttindi.

Þá var lögreglan með eftirlit með umferð um Gullinbrú um tíma í gærkvöldi. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir að nota farsíma í akstri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.