Innlent

Koma saman til fundar hjá ríkis­sátta­semjara

Atli Ísleifsson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. vísir/vilhelm

Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra.

Ótímabundið verkfall Eflingarstarfsmanna hjá borginni er nú á öðrum degi, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum undanfarnar vikur og raunar hefur ekki verið fundað í deilunni í ellefu daga.

Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns.

Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins.

Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.


Tengdar fréttir

Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.