Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 17:48 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag. Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag.
Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira