Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 11:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. Rússar vara Tyrki við slíkum aðgerðum og segja að mögulegar árásir Tyrkja á stjórnarher Sýrlands muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erdogan hefur krafist þess að Rússar stöðvi sókn stjórnarhersins inn í Idlib en hundruð þúsundir hafa flúið undan sókninni og stefnt að Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í gær að ástandið í héraðinu væri verulega slæmt og að nærri því 300 almennir borgarar hefðu fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa. Þar sem hann ræddi við þingmenn AK-flokksins í dag sagði Erdogan að ríkisstjórn hans væri staðráðin í að gera öruggt svæði úr Idlib, „sama hvað það kostaði“. Það yrði gert þó að viðræður við Rússa hefðu engum árangri skilað. Erdogan hefur lengi stutt við bakið á ýmsum uppreisnar- og vígahópum í Sýrlandi. Forsetinn gaf í skyn að það væri einungis dagaspursmál hvenær hann myndi grípa til aðgerða. Undirbúningur væri hafinn og her Tyrklands gæti sótt inn í héraðið hvenær sem er. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum undanfarnar tvær vikur. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gerðu innrás í Sýrland. Hingað til hafa þrjár innrásir þeirra þó allar beinst gegn sýrlenskum Kúrdum. Sýrland Tyrkland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. Rússar vara Tyrki við slíkum aðgerðum og segja að mögulegar árásir Tyrkja á stjórnarher Sýrlands muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erdogan hefur krafist þess að Rússar stöðvi sókn stjórnarhersins inn í Idlib en hundruð þúsundir hafa flúið undan sókninni og stefnt að Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í gær að ástandið í héraðinu væri verulega slæmt og að nærri því 300 almennir borgarar hefðu fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa. Þar sem hann ræddi við þingmenn AK-flokksins í dag sagði Erdogan að ríkisstjórn hans væri staðráðin í að gera öruggt svæði úr Idlib, „sama hvað það kostaði“. Það yrði gert þó að viðræður við Rússa hefðu engum árangri skilað. Erdogan hefur lengi stutt við bakið á ýmsum uppreisnar- og vígahópum í Sýrlandi. Forsetinn gaf í skyn að það væri einungis dagaspursmál hvenær hann myndi grípa til aðgerða. Undirbúningur væri hafinn og her Tyrklands gæti sótt inn í héraðið hvenær sem er. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum undanfarnar tvær vikur. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gerðu innrás í Sýrland. Hingað til hafa þrjár innrásir þeirra þó allar beinst gegn sýrlenskum Kúrdum.
Sýrland Tyrkland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira