Erlent

Foreldrar og þrjú ung börn dóu í eldsvoða í Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vitni segja Hönnuh Baxter hafa hlaupið logandi út úr bílnum og kallað „Hann hellti bensíni á mig“.
Vitni segja Hönnuh Baxter hafa hlaupið logandi út úr bílnum og kallað „Hann hellti bensíni á mig“. EPA/DAN PELED

Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra dóu þegar eldur kviknaði í bíl þeirra í Ástralíu í morgun. Móðir barnanna var flutt illa brunnin á sjúkrahús og lést hún þar af sárum sínum. Útlit er fyrir að kveikt hafi verið í bílnum og að faðirinn, Rowan Baxter, hafi gert það.

Vitni segja Hönnuh Baxter hafa hlaupið logandi út úr bílnum og kallað „Hann hellti bensíni á mig“.

Lögreglan hefur þó ekki staðfest enn hvað gerðist og stendur rannsókn yfir. Enn fremur segir lögreglan að Rowan hafi setið í farþegasæti bílsins og Hannah hafi keyrt hann.

Sjá einnig: Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu

Þau voru skilin og áttu í umræðum um forræði barnanna.

Þegar lögreglu bar að garði voru einungis lík barnanna í bílnum. Þau voru sex, fjögurra og þriggja ára gömul. Eins og áður segir hafði Hannah komist úr bílnum og hafði Rowan gert það einnig. Lögreglan segir þó að hann hafi verið með stungusár sem hann hafi veitt sér sjálfur, samkvæmt frétt ABC News.

Hann dó á gangstéttinni þar sem bíllinn hafði verið stöðvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×