Innlent

Þrjú innan­lands­smit og þrjú virk á landa­mærunum

Sylvía Hall skrifar
_VIL4202 (2) (2)
Vísir/Vilhelm

Þrír greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Þrjú virk smit greindust á landamærunum en þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is

Alls eru nú 122 í einangrun og eru einstaklingar í einangrun í öllum landshlutum fyrir utan Norðurland vestra. Langflestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 77 manns í heildina.

Fólki í sóttkví fækkar um 34 og eru nú 494 í sóttkví samanborið við 528 í gær. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 376 einstaklingar.

2287 sýni voru tekin á landamærunum og 408 innanlands.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur fór úr 18,0 í 18,5. Þá fór nýgengi landamærasmita úr 9,0 í 11,2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×