Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram tilboð borgarinnar. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47
Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28