Þóra Kristín segir ásakanir um kynbótastefnu Kára fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2020 10:31 Þóra Kristín segir steininn taka úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu. „Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“ Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50
Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06
Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent