Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:06 Kári Stefánsson er meðal þeirra sem halda erindi á fundinum. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira