Feit, heimsk og óhlýðin Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 2. febrúar 2020 20:46 Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. Þetta eru ekki ný stef og þau eru um þessar mundir að ganga í endurnýjun lífdaga í tengslum við aukna þjóðernishyggju og fasisma. Við höfum séð sömu mannkynsbótaumræðu þegar kemur að fötluðu fólki og þegar höfuðlagsfræðin var upp á sitt besta í hér í denn var sérstakur áhugi á að bera saman höfuðkúpur grannra vændiskvenna og feitra vændiskvenna til að sýna fram á að þær feitari væru siðferðislega lægra settar en þær grennri. Að sitja þennan fund var eins og að fara með tímavél aftur í tímann þar sem þessar kenningar ásamt staðalímyndum um meinta leti, græðgi, óhlýðni og heimsku feits fólks voru megináherslur umræðunnar. Jú, eins og Kári hefur komið inn á eru staðreyndir ekkert nema staðreyndir. Staðreyndir má hinsvegar túlka út frá mörgum fræðilegum sjónarhornum í senn og hætta er á að framsetning staðreynda verði villandi, fordómafull og jaðarsetjandi ef að ekki er tekið tillit til þeirra allra. Lítil meðvitund var til að mynda um þær staðreyndir að vegna jaðarsetningar sinnar mæta feitir nemendur aðgengishindrunum á skólaferli sínum þegar kemur að viðeigandi vinnuaðstöðu s.s. stólum og skrifborðum. Þeir verða fyrir áreiti og ofbeldi sem ýtir undir skólaforðun. Feitir nemendur er ólíklegari til að fá meðmæli frá kennurum til að sækja sér æðri menntun og eru álitnir skorta leiðtogahæfni og orku. Þegar um strangt innutökuferli er að ræða eru feitir nemendur ólíklegari til að vera samþykktir í framhaldsnám. Á vinnumarkaði á feitt fólk erfiðara með að fá vinnu, það er ólíklegara til að fá stöðu- og launahækkun og er líklegara til að missa starf sitt en jafnhæfir einstaklingar sem eru ekki feitir, jafnvel eftir að stjórnað hefur verið fyrir líkamlegu ásigukomulagi og nýttum veikindadögum. Áreiti og stríðni á vinnustað vegna þyngdar er algeng og feitar konur eru 10% líklegari til að vera fátækar en grannar konur. Af hverju kom það aldrei upp sem möguleg skýring fyrir tengslum menntunarstigs, tekna og holdafars? Af hverju var aldrei fjallað um þær beinu og óbeinu heilsufarslegu afleiðingar sem jaðarsetning og mismunun hefur í för með sér? Fundurinn var þétt setinn af heilbrigðisstarfsfólki og meðal fyrirlesara voru yfirlæknir Barnaspítala Hringsins og Landlæknir sjálf. Hér vert að minnast á að hvergi hafa fitufordómar verið staðfestir jafn rækilega og innan heilbrigðisstétta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur afar neikvæð viðhorf til feitra sjúklinga sinna og verja minni tíma með þeim, er ólíklegra til að framkvæma á þeim líkamlega skoðun og er ólíklegra til að koma læknisfræðilegri meðferð í réttan farveg þar sem það upplifir feitt fólk óagað og óhlýðið og þar með ólíklegra til að fara eftir ráðleggingum sínum. Það hefur minni þolinmæði fyrir feitum sjúklingum og verður frekar pirrað á þeim. Meðal ástæðna fyrir því er að heilbrigðisstarfsfólk telur feitt fólk geta sjálfu sér um kennt þegar kemur að heilsufari þeirra og er ótrúlegustu heilbrigðisvandamálum klínt á þyngd þeirra. Þetta viðhorf leiðir síðan til þess að feitt fólk er ólíklegrara til að leita sér læknisaðstoðar sem veldur frekara heilsufarstjóni. Í því ljósi var hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að afmennskandi skopmyndum af feitum börnum, þar sem þeim var m.a. líkt við beljur. Var þessi fundur til þess fallinn að bæta úr stöðu feits fólks innan heilbrigðiskerfisins? Á sama tíma og fitufordómar eru jafn algengir í vestrænum samfélögum og kynþátta- og kynjafordómar og tíðni þeirra heldur bara áfram að aukast? Á sama tíma og þessi jaðarsetning veldur svo miklu líkamlegu, andlegu og félagslegu heilsufarstjóni að Alþjóðlega heilbrigðisstofnun (WHO) varar við orðræðu sem staðfestir áðurnefndar staðalímyndir? Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti? Þegar spurning kom úr sal um hvort að fyrirlesarar væru meðvitaðir um fordómafull skilaboð sín og hvaða áhrif þau gætu haft út í samfélagið taldi landlæknir sig knúna til að árétta að tilgangur fundarins væri einungis að einblína á heilsu en ekki útlit og að Landlæknisembættið færi eftir gagnreyndum lýðheilsuaðgerðum um að þær skyldu einblína á alla og ekki taka holdafar út fyrir sviga. Það er gott og blessað en hvað var hún þá að gera á þessum fundi? Sem gekk ekki út á neitt annað en holdafar og hvað feitt fólk er nú vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt? Of vitlaust til að fara eftir almennum ráðleggingum um lýðheilsu þrátt fyrir að rannsóknir sýni að íslenska þjóðin hafi verið að færast sífellt nær viðmiðum um heilbrigt mataræði undanfarna áratugi og þrátt fyrir að við hreyfum okkur mest allra Norðurlandaþjóðanna? Þrátt fyrir að við erum ein langlífasta þjóð heims og höfum aldrei verið heilbrigðari? Þrátt fyrir að fyrirlesarar hafi reynt að sannfæra fundargesti um að fundurinn hafi verið haldinn af umhyggju fyrir velferð feits fólks á ég erfitt með að trúa þeim og treysta. Ég hef þungar áhyggjur af stöðu og velferð feits fólks innan okkar samfélags ef þetta eru skoðanir og áherslur fólksins sem hefur hvað mest mótandi áhrif á það og orðræðunnar innan þess. Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk. Hvaða viðmóti mun ég mæta ef ég þarf á þjónustu bráðamóttökunnar að halda? Verð ég ein af þeim sorgarsögum þar sem feitt fólk hefur gengið á milli lækna með öskrandi einkenni í áraraðir einungis til þess að fá greiningu um lokastig krabbameins allt of seint? Mun ég bara fá ráðleggingar um að ég þurfi að grenna mig, hreyfa mig meira og borða hollara án þess að fá líkamlega skoðun eða að læknar taki einkenni mín alvarlega? Og mun ég svo fá “offitu” stimplaða sem dánarorsök í opinberum gögnum eftir að ég er fallin frá vegna vanrækslu og mismununar innan heilbrigðiskerfisins? Það er mín upplifun að traust feits fólks til heilbrigðiskerfisins hafi aldrei verið minna. Heilbrigðisstarfsfólk hefur orðið vart við þetta og lýst yfir áhyggjum sínum af því opinberlega. Í því samhengi hefur ljósi hinsvegar yfirleitt verið varpað á þá einstaklinga sem tjá sig um fordómana og varpa þannig ábyrgðinni á þolendur þeirra frekar en gerendur. Eftir þátttöku á þessum meinta fræðslufundi er hinsvegar orðið alveg ljóst hvar ábyrgðin á þessu vantrausti liggur og hljóta heilbrigðisyfirvöld að sjá sig knúin til að leggjast undir feld og velta því fyrir sér á hvaða vegferð þau eru og hvernig þau geti sem best tryggt öryggi allra landsmanna óháð holdafari.Höfundur er félagsráðgjafi MA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Þegar ómennskan vitnar í lög Bubbi Morthens Skoðun Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson Skoðun Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson Skoðun Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson Skoðun Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson Skoðun Góðan daginn, ég ætla að fá … ENGLISH PLEASE! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun „Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin og gerviverktaka Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin og gerviverktaka Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Óttinn við íslensku rafkrónuna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Afnemum launamisrétti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Hvað hefur Ísland gert? Katla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf almennings og neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja og stofnana skiptir miklu máli Soffía Sigurgeirsdóttir,Trausti Haraldsson skrifar Skoðun Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson skrifar Skoðun Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun „Heimferða- og fylgdadeild“ Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Til varnar mennsku kúgarans Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar Skoðun Þegar ómennskan vitnar í lög Bubbi Morthens skrifar Skoðun Engum til sóma Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Góðan daginn, ég ætla að fá … ENGLISH PLEASE! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vernd náttúrunnar er ákvörðun Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hver er okkar ábyrgð á ofbeldi meðal barna Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Má ekkert gera fyrir millistéttina? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Háskólinn sveik stúdenta um góðar samgöngur Guðni Thorlacius,Katla Ólafsdóttir skrifar Skoðun „Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Yazan Tamimi – spegill á sjálfsmynd þjóðar Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Hvað er niðurskurðarstefna? Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin liggur í bættri nýtingu auðlinda Helga Kristín Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggi sjúklinga – gerum og greinum betur Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. Þetta eru ekki ný stef og þau eru um þessar mundir að ganga í endurnýjun lífdaga í tengslum við aukna þjóðernishyggju og fasisma. Við höfum séð sömu mannkynsbótaumræðu þegar kemur að fötluðu fólki og þegar höfuðlagsfræðin var upp á sitt besta í hér í denn var sérstakur áhugi á að bera saman höfuðkúpur grannra vændiskvenna og feitra vændiskvenna til að sýna fram á að þær feitari væru siðferðislega lægra settar en þær grennri. Að sitja þennan fund var eins og að fara með tímavél aftur í tímann þar sem þessar kenningar ásamt staðalímyndum um meinta leti, græðgi, óhlýðni og heimsku feits fólks voru megináherslur umræðunnar. Jú, eins og Kári hefur komið inn á eru staðreyndir ekkert nema staðreyndir. Staðreyndir má hinsvegar túlka út frá mörgum fræðilegum sjónarhornum í senn og hætta er á að framsetning staðreynda verði villandi, fordómafull og jaðarsetjandi ef að ekki er tekið tillit til þeirra allra. Lítil meðvitund var til að mynda um þær staðreyndir að vegna jaðarsetningar sinnar mæta feitir nemendur aðgengishindrunum á skólaferli sínum þegar kemur að viðeigandi vinnuaðstöðu s.s. stólum og skrifborðum. Þeir verða fyrir áreiti og ofbeldi sem ýtir undir skólaforðun. Feitir nemendur er ólíklegari til að fá meðmæli frá kennurum til að sækja sér æðri menntun og eru álitnir skorta leiðtogahæfni og orku. Þegar um strangt innutökuferli er að ræða eru feitir nemendur ólíklegari til að vera samþykktir í framhaldsnám. Á vinnumarkaði á feitt fólk erfiðara með að fá vinnu, það er ólíklegara til að fá stöðu- og launahækkun og er líklegara til að missa starf sitt en jafnhæfir einstaklingar sem eru ekki feitir, jafnvel eftir að stjórnað hefur verið fyrir líkamlegu ásigukomulagi og nýttum veikindadögum. Áreiti og stríðni á vinnustað vegna þyngdar er algeng og feitar konur eru 10% líklegari til að vera fátækar en grannar konur. Af hverju kom það aldrei upp sem möguleg skýring fyrir tengslum menntunarstigs, tekna og holdafars? Af hverju var aldrei fjallað um þær beinu og óbeinu heilsufarslegu afleiðingar sem jaðarsetning og mismunun hefur í för með sér? Fundurinn var þétt setinn af heilbrigðisstarfsfólki og meðal fyrirlesara voru yfirlæknir Barnaspítala Hringsins og Landlæknir sjálf. Hér vert að minnast á að hvergi hafa fitufordómar verið staðfestir jafn rækilega og innan heilbrigðisstétta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur afar neikvæð viðhorf til feitra sjúklinga sinna og verja minni tíma með þeim, er ólíklegra til að framkvæma á þeim líkamlega skoðun og er ólíklegra til að koma læknisfræðilegri meðferð í réttan farveg þar sem það upplifir feitt fólk óagað og óhlýðið og þar með ólíklegra til að fara eftir ráðleggingum sínum. Það hefur minni þolinmæði fyrir feitum sjúklingum og verður frekar pirrað á þeim. Meðal ástæðna fyrir því er að heilbrigðisstarfsfólk telur feitt fólk geta sjálfu sér um kennt þegar kemur að heilsufari þeirra og er ótrúlegustu heilbrigðisvandamálum klínt á þyngd þeirra. Þetta viðhorf leiðir síðan til þess að feitt fólk er ólíklegrara til að leita sér læknisaðstoðar sem veldur frekara heilsufarstjóni. Í því ljósi var hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að afmennskandi skopmyndum af feitum börnum, þar sem þeim var m.a. líkt við beljur. Var þessi fundur til þess fallinn að bæta úr stöðu feits fólks innan heilbrigðiskerfisins? Á sama tíma og fitufordómar eru jafn algengir í vestrænum samfélögum og kynþátta- og kynjafordómar og tíðni þeirra heldur bara áfram að aukast? Á sama tíma og þessi jaðarsetning veldur svo miklu líkamlegu, andlegu og félagslegu heilsufarstjóni að Alþjóðlega heilbrigðisstofnun (WHO) varar við orðræðu sem staðfestir áðurnefndar staðalímyndir? Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti? Þegar spurning kom úr sal um hvort að fyrirlesarar væru meðvitaðir um fordómafull skilaboð sín og hvaða áhrif þau gætu haft út í samfélagið taldi landlæknir sig knúna til að árétta að tilgangur fundarins væri einungis að einblína á heilsu en ekki útlit og að Landlæknisembættið færi eftir gagnreyndum lýðheilsuaðgerðum um að þær skyldu einblína á alla og ekki taka holdafar út fyrir sviga. Það er gott og blessað en hvað var hún þá að gera á þessum fundi? Sem gekk ekki út á neitt annað en holdafar og hvað feitt fólk er nú vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt? Of vitlaust til að fara eftir almennum ráðleggingum um lýðheilsu þrátt fyrir að rannsóknir sýni að íslenska þjóðin hafi verið að færast sífellt nær viðmiðum um heilbrigt mataræði undanfarna áratugi og þrátt fyrir að við hreyfum okkur mest allra Norðurlandaþjóðanna? Þrátt fyrir að við erum ein langlífasta þjóð heims og höfum aldrei verið heilbrigðari? Þrátt fyrir að fyrirlesarar hafi reynt að sannfæra fundargesti um að fundurinn hafi verið haldinn af umhyggju fyrir velferð feits fólks á ég erfitt með að trúa þeim og treysta. Ég hef þungar áhyggjur af stöðu og velferð feits fólks innan okkar samfélags ef þetta eru skoðanir og áherslur fólksins sem hefur hvað mest mótandi áhrif á það og orðræðunnar innan þess. Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk. Hvaða viðmóti mun ég mæta ef ég þarf á þjónustu bráðamóttökunnar að halda? Verð ég ein af þeim sorgarsögum þar sem feitt fólk hefur gengið á milli lækna með öskrandi einkenni í áraraðir einungis til þess að fá greiningu um lokastig krabbameins allt of seint? Mun ég bara fá ráðleggingar um að ég þurfi að grenna mig, hreyfa mig meira og borða hollara án þess að fá líkamlega skoðun eða að læknar taki einkenni mín alvarlega? Og mun ég svo fá “offitu” stimplaða sem dánarorsök í opinberum gögnum eftir að ég er fallin frá vegna vanrækslu og mismununar innan heilbrigðiskerfisins? Það er mín upplifun að traust feits fólks til heilbrigðiskerfisins hafi aldrei verið minna. Heilbrigðisstarfsfólk hefur orðið vart við þetta og lýst yfir áhyggjum sínum af því opinberlega. Í því samhengi hefur ljósi hinsvegar yfirleitt verið varpað á þá einstaklinga sem tjá sig um fordómana og varpa þannig ábyrgðinni á þolendur þeirra frekar en gerendur. Eftir þátttöku á þessum meinta fræðslufundi er hinsvegar orðið alveg ljóst hvar ábyrgðin á þessu vantrausti liggur og hljóta heilbrigðisyfirvöld að sjá sig knúin til að leggjast undir feld og velta því fyrir sér á hvaða vegferð þau eru og hvernig þau geti sem best tryggt öryggi allra landsmanna óháð holdafari.Höfundur er félagsráðgjafi MA.
Skoðun Viðhorf almennings og neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja og stofnana skiptir miklu máli Soffía Sigurgeirsdóttir,Trausti Haraldsson skrifar