Fótbolti

Orðinn næstmarkahæsti táningurinn í toppdeildum Evrópu eftir aðeins 136 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru markahæstu táningarnir í toppdeildum Evrópu.
Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru markahæstu táningarnir í toppdeildum Evrópu. Getty/Guido Kirchne

Þýska liðið Dortmund á nú tvo markahæstu táningana í fimm stærstu deildum Evrópu og það þótt annar þeirra sé nýbyrjaður að spila með liðinu.

Erling Braut Håland var enn á ný á skotskónum um helgina þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Borussia Dortmund.

Borussia Dortmund keypti norska framherjann frá Red Bull Salzburg í janúar og hann hafði skorað fimm mörk sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Håland byrjaði inn á í leiknum á móti Union Berlin og skoraði tvö mörk og fiskaði að auki eina vítaspyrnu.

Þessi sjö mörk hafa skilað Erling Braut Håland upp í annað sætið yfir markahæstu táninganna í toppdeildum Evrópu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann hefur aðeins þurft 136 mínútur til að skora þessi mörk og er að því að skora á nítján mínútna fresti.



Jadon Sancho, liðsfélagi Håland hjá Dortmund, er áfram markahæsti táningurinn en Sancho skoraði einnig fyrir Borussia Dortmund um helgina. Sancho er með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 18 deildarleikjum með Borussia Dortmund á tímabilinu.

Hinn sautján ára gamli Ansu Fati komst líka inn á listann um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á Levante.

Fati varð um leið yngsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi til að skora tvívegis í leik en bæði mörkin hans komu eftir stoðsendingar frá Lionel Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×