Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. febrúar 2020 20:00 Starfsfólk Reykjavíkurborgar sem lagði niður störf í dag kom saman til baráttufundar í Iðnó þar sem þetta skilti blasti við. vísir/elín Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan. Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira