Innlent

Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni.
Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni. Namibian Broadcasting Corporation

Dómstóll í Namibíu dæmdi Arngrím Brynjólfsson, skipstjóra sem sigldi skipum Samherja þar, til að greiða tæpar átta milljónir króna í sekt eða sæta tólf ára fangelsisvist vegna ólöglegra veiða. Kröfu ákæruvaldsins um að fá að leggja hald á fiskiskipið Heinaste sem hann stýrði var vísað frá dómi.

Namibíski fréttamiðillinn Namibian Sun greinir frá dómi Arngríms nú í morgun. Arngrímur játaði sök af ákæru um ólöglegar veiðar í síðustu viku og hefur gengið laus gegn tryggingu. Skipið Heineste, sem namibíska ríkið vildi gera upptækt, er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í.

Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×