Innlent

Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni.
Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni. Namibian Broadcasting Corporation

Dómstóll í Namibíu dæmdi Arngrím Brynjólfsson, skipstjóra sem sigldi skipum Samherja þar, til að greiða tæpar átta milljónir króna í sekt eða sæta tólf ára fangelsisvist vegna ólöglegra veiða. Kröfu ákæruvaldsins um að fá að leggja hald á fiskiskipið Heinaste sem hann stýrði var vísað frá dómi.

Namibíski fréttamiðillinn Namibian Sun greinir frá dómi Arngríms nú í morgun. Arngrímur játaði sök af ákæru um ólöglegar veiðar í síðustu viku og hefur gengið laus gegn tryggingu. Skipið Heineste, sem namibíska ríkið vildi gera upptækt, er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í.

Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.