Erlent

Rúmlega tuttugu fórust í snjóflóðum í Tyrklandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarlið grefur eftir fólki í snjóflóðinu nærri bænum Bahcesehir.
Björgunarlið grefur eftir fólki í snjóflóðinu nærri bænum Bahcesehir. AP/DHA

Herlögreglumenn og óbreyttir borgarar sem unnu að björgunarstarfi eru á meðal þeirra rúmlega tuttugu manna sem létu lífið í tveimur snjóflóðum í austurhluta Tyrklands í dag. Fleiri til viðbótar eru taldir grafnir í fönn.

Snjóflóðin féllu í Bahcesaray Van-héraði í Austur-Tyrklandi. Fimm fórust í snjóflóði sem féll í gær en átta manns var bjargað úr því. Þegar björgunarlið leitaði að tveimur öðrum mönnum í snjónum í dag féll annað snjóflóð með þeim afleiðingum að í það minnsta 23 fórust.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 300 björgunarliðar hafi verið á svæðinu nærri landamærunum að Íran. Talið er að fleiri en fimmtíu manns sitji fastir í farartækjum eftir flóðin.

Mehmet Emin Bilmez, ríkisstjóri Van-héraðs, segir að lögreglumenn, öryggisverðir, slökkviliðsmaður og fjöldi óbreyttra borgarar séu á meðal þeirra sem fórust. Um þrjátíu manns hefur verið bjargað úr snjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×