Íslenski boltinn

ÍBV missir enn einn leikmanninn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Clara með Selfoss-búninginn sem hún leikur í á næsta tímabili.
Clara með Selfoss-búninginn sem hún leikur í á næsta tímabili. mynd/selfoss

Clara Sigurðardóttir er gengin í raðir bikarmeistara Selfoss frá ÍBV.Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára hefur Clara leikið 49 leiki og skorað sex mörk í efstu deild. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017.Clara hefur leikið 35 leiki og skorað sjö mörk fyrir yngri landslið Íslands.„Við erum mjög ánægð með að leikmaður á hennar kaliberi vilji koma í knattspyrnuakademíuna í Fjölbrautaskóla Suðurlands og spila með Selfossi. Hún mun klárlega styrkja hópinn og liðið okkar. Þrátt fyrir ungan aldur er hún með mikla reynslu og við hlökkum mikið til að vinna með henni,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.ÍBV, sem endaði í 8. sæti Pepsi Max-deildar kvenna í fyrra, hefur misst sterka leikmenn í vetur.Auk Clöru eru Sigríður Lára Garðarsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir farnar í önnur lið í Pepsi Max-deildinni.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.