Enski boltinn

Glugganum í Englandi lokað hér eftir á sama tíma og í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jurgen Klopp og Pep Guardiola fá lengri tíma til að kaupa nýja leikmenn í haust.
Jurgen Klopp og Pep Guardiola fá lengri tíma til að kaupa nýja leikmenn í haust. Getty/Simon Stacpoole

Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt það að færa til lok sumargluggans sem hefur lokast á undan öðrum deildum í Evrópu undanfarin ár.

Síðustu tvö tímabil hefur félagsskiptaglugginn í Englandi lokað daginn fyrir fyrsta leikinn í ensku úrvalsdeildinni í stað þess að lokast um mánaðarmótin ágúst spetember.

Á hluthafafundi ensku úrvalsdeildarinnar í dag var kosið um að breyta þessu og samræma enska gluggann við gluggana annars staðar í Evrópu. Það var samþykkt.

Félagsskiptaglugginn næsta haust mun því lokast 1. september klukkan 17.00 að breskum tíma.





Upphaflega var glugginn færður fram til að verða við óskum knattspyrnustjóranna sem töldu það truflandi að hafa hann opinn fram yfir fyrstu umferðir mótsins.

Þegar á reyndi lenti enska deildin í verri samningsstöðu þegar aðrar í deildir í Evrópu lokuðu ekki sínum glugga fyrr en um þremur vikum síðar.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var einn af talsmönnum þess að breyta glugganum aftur en aðeins þannig að hann lokaði á sama tíma og hjá öðrum deildum í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×