Gummi Tóta sér fyrir sér mikið ævintýri að spila í MLS-deildinni og fyrir eigendur Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:00 Guðmundur Þórarinsson var léttur í viðtalinu við Gaupa. Mynd/S2 Sport Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti