Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 23:00 Pep Guardiola og Lionel Messi þegar sá fyrrnefndi þjálfaði Barcelona liðið. Getty/ Laurence Griffiths Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. Pep Guardiola var spurður út í framtíðarplön Lionel Messi á blaðamannafundi í dag en þar var hann reyndar mættur til að ræða leik Manchester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Framtíð Messi hefur verið til umfjöllunar í evrópskum fjölmiðlum eftir að hann gagnrýndi íþróttastjóra félagsins opinberlega. Lionel Messi er ekki vanur að fara þá leið og allir innan Barcelona höfðu því skiljanlega áhyggjur af því að hann gæti verið búinn að fá nóg og væri mögulega á förum. Í nýjasta samningi Messi er ákvæði þar sem hann getur farið frítt frá félaginu í sumar. Það eru mörg félög í Evrópu sem tækju honum með opnum örmum. Guardiola hefur talað um það áður að hann vilji að Lionel Messi klári ferill sinn hjá Barcelona. Hann hefur ekki breytt um skoðun. Pep Guardiola puts end to Lionel Messi transfer talk, saying forward should remain at Barcelona until end of his career. @TelegraphDucker reports - https://t.co/CLplvvHcR3— Telegraph Football (@TeleFootball) February 7, 2020 „Það er mín ósk að hann verði áfram hjá Barcelona,“ sagði Pep Guardiola. Messi spilaði fyrir hann hjá Barca á árunum 2008 til 2012 og saman unnu þeir spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar. Guardiola vildi ekki blanda sér inn í deilur Lionel Messi og Eric Abidal. „Ég ætla ekki að tala um leikmenn í öðrum félögum,“ sagði Guardiola og ítrekaði það sem hann sagði áður: „Ég held að hann klári ferilinn hjá Barcelona og það er líka mín ósk,“ sagði Guardiola. "He will stay there, that's my wish." Pep Guardiola has played down the rumours linking Lionel Messi with a move to Manchester City. More here https://t.co/CmrcbyTAWTpic.twitter.com/jk09CzQRXl— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Lionel Messi er 32 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona. Hann kom til félagsins fjórtán ára og fór í gegnum akademíu félagsins. Messi hefur síðan slegið nánast öll met Barcelona en hann er nú kominn með 622 mörk fyrir aðallið Barcelona og hefur unnið spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. Pep Guardiola var spurður út í framtíðarplön Lionel Messi á blaðamannafundi í dag en þar var hann reyndar mættur til að ræða leik Manchester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Framtíð Messi hefur verið til umfjöllunar í evrópskum fjölmiðlum eftir að hann gagnrýndi íþróttastjóra félagsins opinberlega. Lionel Messi er ekki vanur að fara þá leið og allir innan Barcelona höfðu því skiljanlega áhyggjur af því að hann gæti verið búinn að fá nóg og væri mögulega á förum. Í nýjasta samningi Messi er ákvæði þar sem hann getur farið frítt frá félaginu í sumar. Það eru mörg félög í Evrópu sem tækju honum með opnum örmum. Guardiola hefur talað um það áður að hann vilji að Lionel Messi klári ferill sinn hjá Barcelona. Hann hefur ekki breytt um skoðun. Pep Guardiola puts end to Lionel Messi transfer talk, saying forward should remain at Barcelona until end of his career. @TelegraphDucker reports - https://t.co/CLplvvHcR3— Telegraph Football (@TeleFootball) February 7, 2020 „Það er mín ósk að hann verði áfram hjá Barcelona,“ sagði Pep Guardiola. Messi spilaði fyrir hann hjá Barca á árunum 2008 til 2012 og saman unnu þeir spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar. Guardiola vildi ekki blanda sér inn í deilur Lionel Messi og Eric Abidal. „Ég ætla ekki að tala um leikmenn í öðrum félögum,“ sagði Guardiola og ítrekaði það sem hann sagði áður: „Ég held að hann klári ferilinn hjá Barcelona og það er líka mín ósk,“ sagði Guardiola. "He will stay there, that's my wish." Pep Guardiola has played down the rumours linking Lionel Messi with a move to Manchester City. More here https://t.co/CmrcbyTAWTpic.twitter.com/jk09CzQRXl— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Lionel Messi er 32 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona. Hann kom til félagsins fjórtán ára og fór í gegnum akademíu félagsins. Messi hefur síðan slegið nánast öll met Barcelona en hann er nú kominn með 622 mörk fyrir aðallið Barcelona og hefur unnið spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira