Íslenski boltinn

Úr Hafnarfirði í Kópavog

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristinn í leik með FH á síðustu leiktíð.
Kristinn í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/bára

Kristinn Steindórsson er genginn í raðir Breiðabliks en félagið staðfesti þetta í dag.Kristinn hefur verið án félags eftir að samningur hans við FH rann út eftir síðasta leiktíð en hann hefur leikið síðustu tvö tímabil með FH.Þar náði hann sér ekki almennilega á strik en hann varð Íslandsmeistari með Blikunum árið 2009. Þá fór hann til Svíþjóðar en einnig lék hann í MLS-deildinni með Columbus Crew.Kristinn hefur leikið 132 leiki í meistaraflokki á Íslandi og skorað í þeim leikjum 36 mörk.Óskar Hrafn Þorvaldsson er nýr þjálfari Blika og hefur hann verið duglegur að styrkja liðið fyrir komandi leiktíð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.