Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 12:24 Borgin Korat er norðaustur af Bangkok. getty/Ben Davies Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50. Taíland Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50.
Taíland Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira