Minnst tuttugu í valnum og hermaðurinn gengur enn laus Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2020 20:00 Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni. AP/Sakchai Lalitkanjanakul Hermaður sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Taílandi í dag skaut minnst tuttugu til bana og særði 31. Tíu þeirra eru í alvarlegu ástandi. Hermaðurinn gengur enn laus og hefur lokað sig af í verslunarmiðstöðinni. Því hefur verið haldið fram að hann hafi tekið gísla en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan segir hermanninn, sem heitir Jakraphant Thomma, vera reiðan vegna deilna um landareign en hann er sagður hafa skotið yfirmann sinn og 63 ára konu, áður en hann stal vopnum á herstöð og keyrði til verslunarmiðstöðvarinnar. Hann keyrði herbíl og er sagður hafa skotið á fólk á leiðinni. Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni, samkvæmt frétt BBC. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. Security camera footage shows the suspected Thai gunman walking through a shopping centre in Nakhon Ratchasima. More than a dozen people are thought to have been killed: https://t.co/sK3nDQQvuxpic.twitter.com/2AkZmmaXxh— Sky News (@SkyNews) February 8, 2020 CNN ræddi við Jon Fielding, sem var í verslunarmiðstöðinni þegar skothríðin hófst. Hann sagði mikið óðagot hafa myndast og allir gestir hafi leitað sér skjóls. Sjálfur var hann í um tuttugu manna hópi sem faldi sig í eldhúsi veitingastaðar í um fimm klukkustundir. Lögreglan hefur fengið móður hermannsins til að reyna að fá hann til að gefast upp. Taíland Tengdar fréttir Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Hermaður sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Taílandi í dag skaut minnst tuttugu til bana og særði 31. Tíu þeirra eru í alvarlegu ástandi. Hermaðurinn gengur enn laus og hefur lokað sig af í verslunarmiðstöðinni. Því hefur verið haldið fram að hann hafi tekið gísla en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan segir hermanninn, sem heitir Jakraphant Thomma, vera reiðan vegna deilna um landareign en hann er sagður hafa skotið yfirmann sinn og 63 ára konu, áður en hann stal vopnum á herstöð og keyrði til verslunarmiðstöðvarinnar. Hann keyrði herbíl og er sagður hafa skotið á fólk á leiðinni. Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni, samkvæmt frétt BBC. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. Security camera footage shows the suspected Thai gunman walking through a shopping centre in Nakhon Ratchasima. More than a dozen people are thought to have been killed: https://t.co/sK3nDQQvuxpic.twitter.com/2AkZmmaXxh— Sky News (@SkyNews) February 8, 2020 CNN ræddi við Jon Fielding, sem var í verslunarmiðstöðinni þegar skothríðin hófst. Hann sagði mikið óðagot hafa myndast og allir gestir hafi leitað sér skjóls. Sjálfur var hann í um tuttugu manna hópi sem faldi sig í eldhúsi veitingastaðar í um fimm klukkustundir. Lögreglan hefur fengið móður hermannsins til að reyna að fá hann til að gefast upp.
Taíland Tengdar fréttir Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24