Lífið

Talið lík­legt að Hildur Guðna hljóti Óskars­verð­laun fyrst Ís­lendinga

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hildur hefur verið sigursæl að undanförnu.
Hildur hefur verið sigursæl að undanförnu. Vísir/epa

Stuðlar í veðbönkum benda til þess að Hildur Guðnadóttir haldi sigurgöngu sinni áfram á Óskarsverðlaununum í kvöld. Gæti hún því orðið fyrsti Íslendingurinn til að hljóta styttuna eftirsóttu.

Kvikmyndin Jókerinn er tilnefnd til ellefu verðlauna á Óskarnum sem fer fram í 92. sinn í kvöld. Þar á meðal vegna frumsamdar kvikmyndatónlistar Hildar Guðnadóttur.

Tónlistin leikur lykilhlutverk í kvikmyndinni og var að hluta samin áður en hún var tekin upp. Í viðtölum hafa aðstandendur myndarinnar lýst því að tónlistin hafi spiluð á setti og þannig haft mikil áhrif á atriði myndarinnar.

Sjá einnig: Allt sem þú vilt vita um Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði

Hildur hefur verið á mikilli sigurgöngu undanfarið; bæði vegna tónlistarinnar í Jókernum og í þáttunum Chernobyl. Hún hefur unnið bæði Grammy og Emmy fyrir Chernobyl en Golden Globe og nú síðast BAFTA fyrir Jókerinn.

Hún þykir afar sigurstrangleg í kvöld enda hefur það til að mynda gerst sjö sinnum á síðustu tíu árum að sama tónskáldið hljóti bæði BAFTA og Óskar. Þá gefa veðbankar einnig vísbendingu um úrslitin.

Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem teknir eru saman helstu stuðlar, hefur fólk í langflestum tilvikum veðjað á sigur Hildar. Samkvæmt síðunni eru líkurnar á því að verðlaunin falli í fyrsta sinn í skaut Íslendings hátt í áttatíu prósent.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×