Tónlist

Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl

Sylvía Hall skrifar
Hildur Guðnadóttir komin með Grammy-styttuna í hendurnar.
Hildur Guðnadóttir komin með Grammy-styttuna í hendurnar. Getty/Alberto E. Rodriguez

Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í kvikmyndinn Joker. Hún var önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að vinna þau ein.Hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma.Fari svo að Hildur vinni Óskarinn verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta verðlaunin eftirsóttu. 
Tengdar fréttir

Sigurganga Hildar heldur áfram

Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag.

Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna

Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.