Tónlist

Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl

Sylvía Hall skrifar
Hildur Guðnadóttir komin með Grammy-styttuna í hendurnar.
Hildur Guðnadóttir komin með Grammy-styttuna í hendurnar. Getty/Alberto E. Rodriguez

Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í kvikmyndinn Joker. Hún var önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að vinna þau ein.

Hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma.

Fari svo að Hildur vinni Óskarinn verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta verðlaunin eftirsóttu. 


Tengdar fréttir

Sigurganga Hildar heldur áfram

Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag.

Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna

Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.