Svisslendingar samþykktu að gera mismunun gagnvart hinsegin fólki refsiverða Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 20:15 Hinseginfánar að húni í tilefni af Pride göngunni í Genf í Sviss. epa/MARTIAL TREZZINI Svisslendingar samþykktu í dag tillögu um að gera mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar refsiverða samkvæmt hegningarlögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um málið í dag og greiddu 63% atkvæði með tillögunni en 37% á móti. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var haft eftir forsvarsfólki breytingarinnar að mjótt yrði á munum og ólíklegt gæti talist að ákvæðið hlyti yfir 60% stuðning kjósenda. Nú þegar var ólöglegt í Sviss að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og trúarbragða. Andstæðingar tillögunnar sögðu að breytingin myndi skerða tjáningarfrelsi fólks í landinu. Stuðningsmenn fullyrtu að enginn yrði lögsóttur fyrir trú sína eða að ummæli í einkasamtölum. Lögin ættu hins vegar að vernda hinsegin samfélagið í Sviss frá mismunun og aðkasti. Haft var eftir meðlimum hinsegin samfélagsins í svissneska dagblaðinu 20 Minuten að þeir hafi oft orðið fyrir líkamsárásum og sumir jafnvel þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna þessa. Sami miðill birti einnig viðtal við unga menn þar sem þeir lýstu því yfir að þeim þætti í lagi að ráðast á samkynja pör og einhverjir ýjuðu jafnvel að því að hægt væri að „lækna þau með nokkrum höggum.“ Forsvarsmenn Bleika krossins í Sviss, hagsmunasamtaka hinsegin fólks, fagna sigrinum og segja að næsta verkefni sé að fá í gegn frumvarp sem leyfi samkynja hjónabönd þar í landi en það liggur nú fyrir þinginu. Hinsegin Sviss Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Svisslendingar samþykktu í dag tillögu um að gera mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar refsiverða samkvæmt hegningarlögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um málið í dag og greiddu 63% atkvæði með tillögunni en 37% á móti. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var haft eftir forsvarsfólki breytingarinnar að mjótt yrði á munum og ólíklegt gæti talist að ákvæðið hlyti yfir 60% stuðning kjósenda. Nú þegar var ólöglegt í Sviss að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og trúarbragða. Andstæðingar tillögunnar sögðu að breytingin myndi skerða tjáningarfrelsi fólks í landinu. Stuðningsmenn fullyrtu að enginn yrði lögsóttur fyrir trú sína eða að ummæli í einkasamtölum. Lögin ættu hins vegar að vernda hinsegin samfélagið í Sviss frá mismunun og aðkasti. Haft var eftir meðlimum hinsegin samfélagsins í svissneska dagblaðinu 20 Minuten að þeir hafi oft orðið fyrir líkamsárásum og sumir jafnvel þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna þessa. Sami miðill birti einnig viðtal við unga menn þar sem þeir lýstu því yfir að þeim þætti í lagi að ráðast á samkynja pör og einhverjir ýjuðu jafnvel að því að hægt væri að „lækna þau með nokkrum höggum.“ Forsvarsmenn Bleika krossins í Sviss, hagsmunasamtaka hinsegin fólks, fagna sigrinum og segja að næsta verkefni sé að fá í gegn frumvarp sem leyfi samkynja hjónabönd þar í landi en það liggur nú fyrir þinginu.
Hinsegin Sviss Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55