Erlent

Fundu lengstu leyni­göngin til þessa á landa­mærum Mexíkó og Banda­ríkjanna

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríkjamenn kortlögðu göngin.
Bandaríkjamenn kortlögðu göngin. EPA

Bandarísk yfirvöld segjast hafa fundið lengstu leynigöng sem hingað til hafi fundist á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Göngin þykja haganlega gerð, þau eru um 1.300 metrar á lengd og inni í þeim eru eins konar lestarteinar, drenkerfi, og rafmagnsleiðslur. Þá er lyfta á einum stað í göngunum en þau ná frá iðnaðarsvæði í mexíkósku borginni Tijuana og til San Diego svæðisins í Kalíforníu.

Yfirvöld hafa ekki gefið það út hverjir séu taldir hafa grafið göngin en Sinaloa-eiturlyfjahringurinn er valdamikill á svæðinu. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins eða eiturlyf fundist.

Í frétt BBC kemur fram að göngin hafi uppgötvast í ágúst síðastliðinn. Komu fulltrúar mexíkóskra yfirvalda auga á opið Mexíkómegin landamæranna, en Bandaríkjamenn kortlögðu svo göngin sem voru að meðaltali á 21 metra dýpi, um 1,50 metra á hæð og 60 sentimetra breið.

Opið var að finna nærri landamæramúrnum. AP
Göngin eru að meðaltali um 1,50 metrar á hæð og 60 sentimetra breið. AP


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.