Enski boltinn

Arsenal rekur yfirmann knattspyrnumála félagsins

Ísak Hallmundarson skrifar
Sanllehi sést hér til hægri.
Sanllehi sést hér til hægri. getty/Mike Egerton

Arsenal hefur sagt upp Raul Sanllehi sem hefur starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu síðan 2018.

Sanllehi hefur fengið gagnrýni á sín störf fyrir ýmislegt en þá einna helst kaupin á Nicolas Pepe sem kostaði 72 milljónir punda. Pepe náði ekki að sanna sig á sínu fyrsta tímabili með Arsenal.

Gengi Arsenal var brösótt á tímabilinu sem leið og endaði liðið í 8. sæti sem var versti árangur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í 25 ár. Það endaði þó á góðum nótum þegar liðið vann FA-bikarinn með sigri á Chelsea í úrslitaleiknum.

Vinai Venkatsesham mun taka við af Sanllehi en hann hefur starfað hjá Arsenal síðan árið 2010 og er starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.