Sjáðu hversu reiður Gary Neville var þegar Martial klúðraði dauðafærinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 10:00 Gary Neville og Jamie Carragher vinna báðir fyrir Sky Sports. Getty/Michael Regan Gary Neville er eins harður stuðningsmaður Manchester United og þeir gerast. Hann er líka „hlutlaus“ knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports gerir mikið úr því að tveir aðal knattspyrnusérfræðingar þeirra, Gary Neville og Jamie Carragher, eru tengdir tveimur vinsælustu liðum deildarinnar sterkum böndum. Jamie Carragher spilaði eins og flestir vita allan sautján ára feril sinn með Liverpool en Gary Neville spilaði með Manchester United í næstum tvo áratugi. Félagarnir voru báðir mættir á Anfield í gær þar sem Liverpool tók á móti Manchester United. Forráðamenn Sky Sports pössuðu líka upp á það að vera með myndavél á þeim alveg eins og að vera með myndavél á leiknum sjálfum. Frakkinn Anthony Martial fékk besta færi Manchester United í seinni hálfleik og í raun kjörið tækifæri til að jafna metin í 1-1. Anthony Martial komst í skotfæri í teignum eftir laglegt þríhyrningaspil við Andreas Pereira en þrumuskot hans fór yfir. Gary Neville var allt annað en skemmt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Gary Neville er hins vegar orðinn vanur því að losa sig snögglega við reiðina og pirringinn í vinnu sinni við að lýsa Manchester United leikjum eins og sést að aðeins nokkrum sekúndum síðar var hann búinn að leggja sitt faglega mat á klúðri Anthony Martial. Frustration for @GNev2! It's fair to say that Gary Neville wasn't too impressed after Anthony Martial spurned a glorious chance to draw Manchester United level at Anfield! pic.twitter.com/SHFApJVOtt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 19, 2020 Tapið í gær þýðir að Manchester United er nú heilum 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool sem er svakalegur munur. Þar fer saman ótrúlega glæsilega byrjun Liverpool liðsins og mikil óstöðugleiki hjá liði Manchester United. United menn hafa reyndar staðið sig vel í leikjum á móti risaliðum deildarinnar en urðu í gær að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í slíkum leik. Slakur árangur á móti lakari liðunum er aftur á móti aðalástæðan fyrir því hversu neðarlega liðið er í töflunni og hversu langt liðið er frá toppnum. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Gary Neville er eins harður stuðningsmaður Manchester United og þeir gerast. Hann er líka „hlutlaus“ knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports gerir mikið úr því að tveir aðal knattspyrnusérfræðingar þeirra, Gary Neville og Jamie Carragher, eru tengdir tveimur vinsælustu liðum deildarinnar sterkum böndum. Jamie Carragher spilaði eins og flestir vita allan sautján ára feril sinn með Liverpool en Gary Neville spilaði með Manchester United í næstum tvo áratugi. Félagarnir voru báðir mættir á Anfield í gær þar sem Liverpool tók á móti Manchester United. Forráðamenn Sky Sports pössuðu líka upp á það að vera með myndavél á þeim alveg eins og að vera með myndavél á leiknum sjálfum. Frakkinn Anthony Martial fékk besta færi Manchester United í seinni hálfleik og í raun kjörið tækifæri til að jafna metin í 1-1. Anthony Martial komst í skotfæri í teignum eftir laglegt þríhyrningaspil við Andreas Pereira en þrumuskot hans fór yfir. Gary Neville var allt annað en skemmt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Gary Neville er hins vegar orðinn vanur því að losa sig snögglega við reiðina og pirringinn í vinnu sinni við að lýsa Manchester United leikjum eins og sést að aðeins nokkrum sekúndum síðar var hann búinn að leggja sitt faglega mat á klúðri Anthony Martial. Frustration for @GNev2! It's fair to say that Gary Neville wasn't too impressed after Anthony Martial spurned a glorious chance to draw Manchester United level at Anfield! pic.twitter.com/SHFApJVOtt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 19, 2020 Tapið í gær þýðir að Manchester United er nú heilum 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool sem er svakalegur munur. Þar fer saman ótrúlega glæsilega byrjun Liverpool liðsins og mikil óstöðugleiki hjá liði Manchester United. United menn hafa reyndar staðið sig vel í leikjum á móti risaliðum deildarinnar en urðu í gær að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í slíkum leik. Slakur árangur á móti lakari liðunum er aftur á móti aðalástæðan fyrir því hversu neðarlega liðið er í töflunni og hversu langt liðið er frá toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira