Gámarnir „krumpuðust“ utan um húsið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 10:38 Frá höfninni á Flateyri fyrir helgi. Vísir/Jói K. Ró er tekin að færast yfir Flateyri eftir mikinn eril og viðbúnað síðustu daga í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á bæinn í byrjun síðustu viku. Eyðilegging – og svo uppbygging – blasir nú við bæjarbúum, einkum í höfninni þar sem gríðarlegt tjón hefur orðið á bátum, gámum og öðrum munum. Þetta kom fram í máli Magnúsar Einars Magnússonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Magnús sagði að mjög væri tekið að hægjast á aðgerðum nú þegar tæp vika er liðin síðan snjóflóðin féllu. Síðustu björgunarsveitarmennirnir, sem komu til hjálpar á Flateyri hvaðanæva af landinu, fóru heim í gær, að sögn Magnúsar. Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri.Vísir/Egill Þá sé ljóst að mikið tjón hafi orðið í bænum, einkum við höfnina. Þegar hefur komið fram að margir bátar í höfninni hafi skemmst þegar snjóflóðið féll en í gær hófst vinna við að ná þeim upp úr sjónum. Þá eru gámar sem stóðu í kringum masturshús í höfninni afar illa farnir eftir flóðið. „Við vissum af gámum sem voru með kajökum og sjóstangveiðibúnaði og við reyndum að vinna okkur að þeim í gær en þeir eru alveg krumpaðir eins og snjóbolti. Þannig að það er gífurlegt tjón þar líka,“ sagði Magnús. „Þeir krumpuðust utan um húsið. […] Annar gámurinn er í „L“ utan um húsið og rifinn upp, stálið rifnaði, það eru svaka kraftar í þessu.“ Óvissustigi vegna snjóflóðanna var aflýst í gærkvöldi og kvað Magnús ástandið stöðugt eins og er. Þá væri nokkuð óhugnanlegt að vita af því að varnargarðurinn fyrir ofan bæinn hafi ekki haldið að öllu leyti. „En það hefur í gegnum tíðina fallið flóð á þá [varnargarðana] og þess vegna lifið maður í þeirri trú að treysta þeim hundrað prósent. Ég bý hérna sjálfur alveg við þá og ég hafði hundrað prósent traust á þeim,“ sagði Magnús. „Það er auðvitað mesta sjokkið. Í mínu tilfelli er það bara hræðslan við að þetta gerist aftur svolítið ofarlega í huga manns. Af því að traustið var svo mikið og alveg sama hvað verður gert, erum við enn þá tilraunadýr eða er þetta nóg núna?“ Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 „Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18 Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ró er tekin að færast yfir Flateyri eftir mikinn eril og viðbúnað síðustu daga í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á bæinn í byrjun síðustu viku. Eyðilegging – og svo uppbygging – blasir nú við bæjarbúum, einkum í höfninni þar sem gríðarlegt tjón hefur orðið á bátum, gámum og öðrum munum. Þetta kom fram í máli Magnúsar Einars Magnússonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Magnús sagði að mjög væri tekið að hægjast á aðgerðum nú þegar tæp vika er liðin síðan snjóflóðin féllu. Síðustu björgunarsveitarmennirnir, sem komu til hjálpar á Flateyri hvaðanæva af landinu, fóru heim í gær, að sögn Magnúsar. Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri.Vísir/Egill Þá sé ljóst að mikið tjón hafi orðið í bænum, einkum við höfnina. Þegar hefur komið fram að margir bátar í höfninni hafi skemmst þegar snjóflóðið féll en í gær hófst vinna við að ná þeim upp úr sjónum. Þá eru gámar sem stóðu í kringum masturshús í höfninni afar illa farnir eftir flóðið. „Við vissum af gámum sem voru með kajökum og sjóstangveiðibúnaði og við reyndum að vinna okkur að þeim í gær en þeir eru alveg krumpaðir eins og snjóbolti. Þannig að það er gífurlegt tjón þar líka,“ sagði Magnús. „Þeir krumpuðust utan um húsið. […] Annar gámurinn er í „L“ utan um húsið og rifinn upp, stálið rifnaði, það eru svaka kraftar í þessu.“ Óvissustigi vegna snjóflóðanna var aflýst í gærkvöldi og kvað Magnús ástandið stöðugt eins og er. Þá væri nokkuð óhugnanlegt að vita af því að varnargarðurinn fyrir ofan bæinn hafi ekki haldið að öllu leyti. „En það hefur í gegnum tíðina fallið flóð á þá [varnargarðana] og þess vegna lifið maður í þeirri trú að treysta þeim hundrað prósent. Ég bý hérna sjálfur alveg við þá og ég hafði hundrað prósent traust á þeim,“ sagði Magnús. „Það er auðvitað mesta sjokkið. Í mínu tilfelli er það bara hræðslan við að þetta gerist aftur svolítið ofarlega í huga manns. Af því að traustið var svo mikið og alveg sama hvað verður gert, erum við enn þá tilraunadýr eða er þetta nóg núna?“ Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 „Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18 Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37
Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02
„Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18
Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00