Innlent

Bein útsending: Breyttur opnunartími leikskóla til umræðu í borgarstjórn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Fundur borgarstjórnar hófst í ráðhúsinu klukkan tvö í dag.
Fundur borgarstjórnar hófst í ráðhúsinu klukkan tvö í dag. Vísir/Friðrik Þór

Áform borgaryfirvalda um styttingu á opnunartíma leikskóla eru meðal þess sem er til umfjöllunar á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.

Fundurinn hófst klukkan tvö í dag á umræðum um uppfærða húsnæðisáætlun borgarinnar. Samkvæmt dagskrá fundarins er næsta mál á dagskrá tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fallið verði frá áformum um skertan þjónustutíma leikskóla í Reykjavík.

Þá hafa borgarfulltrúar Miðflokksins, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins, óskað eftir umræðu um áformin sem afar skiptar skoðanir hafa verið uppi um.

Sjá einnig: Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb

Meðal annarra mála á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag eru umræður um niðurstöður PISA-könnunarinnar árið 2018 og frammistaða íslenskra nemenda í lesskilningi. Þá verða einnig teknar til umfjöllunar tillögur um bætt umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á stofnbrautum og tillaga um frestun áforma um nýja íbúabyggð í Skerjafirði svo fátt eitt sé nefnt.

Fylgjast má með fundi borgarstjórnar í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×